Færsluflokkur: Bloggar
14.3.2008 | 20:43
Gettu betur úrslitin
Svo er málum farið að ég held með MR í kvöld og reyndar oftast í Gettu betur hversu ótrúlegt sem það kann nú að teljast.
Og af hverju skildi það nú vera? Þetta á sér auðvitað sögu eins og svo margt annað en hún er frásegjanleg í stuttu máli.
Fyrir mörgum árum var ég nefnilega keppandi í Gettu betur, var reyndar í keppnisliði míns skóla í 3 vetur, 1992-1994. Fyrsta árið var ekkert sérstakt, fengum eina keppni og töpuðum fyrir sterku liði VMA í það skiptið.
Næsta vetur gekk okkur betur, unnum okkur inn í 8-liða úrslit og mættum þar MR og fór sú keppni fram í ráðhúsinu í Reykjavík. Man ekki við hverja við kepptum í fyrstu keppni vetrarins en næsta keppni, sem var um það að komast í 8-liða úrslitin var á móti ME. Æsispennandi keppni með mikilli dramatík þar sem bráðabani skar úr um úrslit eftir sambandsleysi milli spyrils/dómara við báða keppnisstaði og í besta falli næstum því svindls hjá andstæðingunum. Það væri gaman að heyra þessa keppni aftur.
Keppnin við MR var þvílík upplifun, ákaflega gott heimatilbúið skemmtiatriði af okkar hálfu og vel þjálfað lið sem mætti á staðinn. Við göntuðumst með að liðið sem ynni þessa viðureign yrði meistari þess árs og sú varð síðan auðvitað raunin.
En það sem uppúr stóð voru almennilegheit, virðing og móttökur andstæðinga okkar, þ.e.a.s. þeirra þriggja sem kepptu fyrir MR og þá sérstaklega Ólafs Jóhannesarsonar. Við áttum ágæta stund fyrir keppni meðan verið var að gera allt klárt í upptöku og síðan einnig eftir keppni. Þetta hefur mér alla tíð síðan verið ógleymanlegt sem og auðvitað góð vinabönd okkar þriggja sem kepptum saman þennan veturinn þó einn okkar sé genginn sinn veg.
Við féllum fyrir MR þennan dag en einhverra hluta vegna hef ég alltaf taugar til þess skóla í Gettu betur síðan. Auðvitað töpuðum við bara á óheppni. Í þá daga voru hraðaspurningarnar nefnilega þannig að það voru tvö sett af þeim. Við lentum í því að fá seinna settið og sátum undir fyrra settinu og svöruðum í hljóði engu færri spurningum en MR en síðara settið var okkur mun erfiðara. Því fór sem fór en gaman var þetta.
Næsta vetur á eftir komumst við aftur í 8-liða úrslitin en töpuðum þar fyrir ML sem var frekar sárt man ég, mun sárara en árið á undan. En svo lauk afskiptum mínum af Gettu betur þegar ég þjálfaði lið einn vetur (95-96 minnir mig) og það var einmitt lið ML. Það fór í 8-liða úrslitin en tapaði þar á ævintýralegan hátt í blálokin.
8-liða úrslit eru mín óheppni greinilega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.3.2008 | 22:24
Athyglisvert
Það er ekki á hverjum degi sem þjálfaramál þriðjudeildarliða í knattspyrnu rata inn á forsíðu innlendra frétta á textavarpinu hjá RÚV. Held bara að þetta sé í fyrsta sinn sem ég sé það.
Mér finnst ekkert að því reyndar, það hafa margar slakari fréttir í gegnum tíðina fengið sess á sömu síðu. Þetta var bara einhvernveginn svo úr takt við annað þarna, hefði haldið reyndar að þessi frétt hefði frekar átt að vera á íþróttafréttasíðunni.
En athyglisvert samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2008 | 20:23
Ökutímar
Það bar til tíðinda í gær að ég skellti mér í leikhús á Akureyri og sá hina umtöluðu sýningu, Ökutímar. Í stuttu máli sagt stórgóð sýning þó innihaldið væri í grunninn dimmt og kalt. Kristín Þóra lék lykilhlutverkið ákaflega vel en öll framsetning verksins var með ágætum.
Fyrir sýninguna var ég búinn að heyra að Lay Low, sem sér um tónlist verksins, "stæli" verkinu og því nyti það sín ekki til fulls. Því er ég algjörlega ósammála. Tónlistin, innsetning hennar og notkun í rennslu leikverksins unnu afar vel saman að mínu mati og því var heildarmyndin jafn góð og raun ber vitni.
Hitt er síðan að mér líkar tónlist Lay Low vel og er mjög hrifinn af textasmíð hennar. Ég er nú orðinn ævarandi aðdáandi tónlistar hennar og það er ekki auðvelt að komast á þann stall hjá mér.
Hefði ekki viljað missa af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 19:42
Glitský
Hér gefur að líta lítið glitský sem sást yfir Reykjadalnum seinnipartinn í dag. Ekki ýkja góð mynd enda tekin á GSM síma en ég varð nú að setja hana inn samt.
Reyndar lítur þetta frekar út fyrir að vera fljúgandi furðuhlutur en glitský á myndinni en inn fer hún samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 23:11
Spurning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2008 | 18:01
Jólakort ársins
Eins og gengur og gerist fékk maður fjöldann allan af jólakortum um jólin með mörgum góðum kveðjum, sem mér finnst ákaflega vænt um eins og reyndar allar góðar óskir sem maður fær.
Þar á meðal voru kort utan úr hinum stóra heimi og þar af eitt frá Póllandi en það var rétt tæpan mánuð á leiðinni og mun lengur þar með en það sem ég fékk frá Bandaríkjunum. Ekki finnst mér það vera góðar póstsamgöngur en bjarta hliðin á málinu er auðvitað sú að það skilaði sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2007 | 19:43
Auglýsing dagsins
Svona í tilefni þess að jólin nálgast óðfluga er hér smá auglýsing á mínum vegum ef einhver hefur áhuga.
Jólatjráaleiðangur
Nú förum við og sækjum jólatré laugardaginn 15. desember.
Farið verður frá Litlulaugaskóla klukkan 10.30 árdegis.
Allir sem vilja slást með í för og velja sitt eigið jólatré úti í nátturunni
eru hjartanlega velkomnir.
Pantanir og allar nánari upplýsingar um verð og fleira er hægt að fá í síma
898 9846 (Ragnar Bj.), í netfangi rabja@ismennt.is og á kvöldin í síma 464
3103 (Anita Karin).
Stefnt er að því að hafa söludag jólatrjáa og greina í Birkifelli
laugardaginn 22. desember.
HSR og Skógræktarfélag Reykdæla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2007 | 21:59
Vanmetin snilld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2007 | 19:55
Ég veit ekki um ykkur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 22:49
Gott að kunna skyndihjálp
Ég sá rannsókn um daginn þar sem því var haldið fram að um það bil 3% fólks væri óheppnara en gengur og gerist. Ég trúi því svo sem miðað við það sem maður hefur séð um ævina.
Ætli Jónas vinnufélagi falli ekki í þennan hóp. Hann lenti nefnilega í því í dag að hefta sig í puttann með loftheftibyssu. Og þar sem ég var nærstaddur og tiltölulegur sérfræðingur í skyndihjálp þá dæmdist það á mig að aðstoða hann við að plokka heftið úr fingrinum.
Algjör snilld. Gekk frekar illa hjá mér því ég hló svo mikið að honum. "Togaðu í vettlinginn maður, togaðu heftið út." "Ég get það ekki, þetta er svo fyndið". Það gekk þó á endanum og fingurinn er á ennþá.
Kannski eru þetta "Jackass" áhrifin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)