Gott að kunna skyndihjálp

Ég sá rannsókn um daginn þar sem því var haldið fram að um það bil 3% fólks væri óheppnara en gengur og gerist. Ég trúi því svo sem miðað við það sem maður hefur séð um ævina.

Ætli Jónas vinnufélagi falli ekki í þennan hóp. Hann lenti nefnilega í því í dag að hefta sig í puttann með loftheftibyssu. Og þar sem ég var nærstaddur og tiltölulegur sérfræðingur í skyndihjálp þá dæmdist það á mig að aðstoða hann við að plokka heftið úr fingrinum.

Algjör snilld. Gekk frekar illa hjá mér því ég hló svo mikið að honum. "Togaðu í vettlinginn maður, togaðu heftið út." "Ég get það ekki, þetta er svo fyndið". Það gekk þó á endanum og fingurinn er á ennþá.

Kannski eru þetta "Jackass" áhrifin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki bara algjörlega nauðsynlegt að kunna skyndihjálp ef maður vinnur með einhverjum úr þessu 3% hópi?? kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það hefur verið fyndið fyrir hina, sennilega ekki hann sjálfan

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 17:51

3 identicon

aumingja maðurinn !!! kemur ekki á óvart að þér hafi fundist þetta fyndið gott að fingurinn er ennþá á

bið að heilsa hinum

Petra (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband