Færsluflokkur: Bloggar
4.11.2007 | 23:24
Gargandi snilld
Ef þetta er ekki hreinasta snilld þá veit ég ekki hvað. Svo miklu betra en fyrirmyndin, en það svo sem gerist af og til að ábreiðurnar verða betri.
http://www.youtube.com/watch?v=25A9S8C8YVs
Bloggar | Breytt 5.11.2007 kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 21:17
Kolefnisjöfnun dagsins
Ég ákvað að ráðast í þá miklu framkvæmd að kolefnisjafna garðsláttuvélina mína í gærkvöldi og gróðursettum við eitthvað smotterí af trjám og runnum í brekkunni fyrir aftan húsið okkar. Held að það hafi verið tæplega tuttugu plöntur sem við settum niður og ætlum við að setja fleiri á næstunni því nú á eftir að fylla upp í svæðið með birkitrjám.
Þetta var kolefnisjöfnunarátak garðsláttuvélarinnar eins og áður er sagt og reyndar gerðum við gott betur en það því garðsláttuvélinni (þeirri bensínknúnu) var um leið endanlega lagt því fjárfest var í gamaldags bumbubanasláttuvél. Sú maskína er um leið umhverfisvæn og barnvæn þannig að Eyhildur getur dröslast í kringum mann þegar bletturinn er sleginn og það meira að segja í hreinu lofti.
Gerið betur segi ég nú bara fullur monts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2007 | 10:00
Kalt
Hann er frekar kuldalegur morguninn hérna. Allt grátt, sjókoma og kalt og ekkert sem bendir til þess að vor sé í lofti á næstunni.
Þá er bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, halda síðan áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Slydda og él norðanlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 00:06
Grettir dagsins
Kannski maður fari að minnka kaffið eitthvað svo maður endi ekki eins og Grettir kallinn.
Gæti reyndar verið að þetta sé kosningaskjálfti í honum. Ég held að hann sé mjög pólitískur.
Muna að brosa, það hjálpar ef dagurinn er erfiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 22:51
Grettir dagsins
Hugleiðing kvöldsins.
Er hægt að brjóta pappírsblað oftar saman en sjö sinnum? Eða er það bara goðsögn að það sé ekki hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.3.2007 | 21:05
Grettir dagsins
Svo verða menn bara að leggja sína meiningu í hlutina. Reyndar finnst mér "spider" línan hans alltaf með því betra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)