22.3.2007 | 15:07
Og enn ...
.. þarf maður að bíða eftir ítarlegri málefnaskrá. Hálf undarlegt nokk að fyrst er kynnt til sögunnar sætaskipting í forystunni en málefnaskráin geymd til betri tíma.
Annars hef ég alltaf verið á því að kosningar séu alltaf mikilvægar og þá þær næstkomandi ekkert merkilegri en þær fyrir fjórum árum eða þær sem verða eftir fjögur ár. Það er nefnilega alltaf verið að kjósa um hvert skal haldið á hverjum tíma fyrir sig.
Staðan er sú hins vegar að velferð er meiri nú en áður, sama er að segja um áherslu á nýsköpun og umhverfismál hafa aldrei fengið meiri athygli áður. Spurningin er því að lokum, er þetta þarft framtak?
![]() |
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2007 | 08:36
Mikið var
Þar kom að því. Maður hefur verið að bíða eftir þessu á dálítinn tíma enda hefur verið gefið í skyn undanfarnar vikur að þetta sé alveg að koma í ljós. Hvað ætli valdi því að um svo langan tíma sé að ræða? Ætli það hafi verið erfiðleikar með þátttöku í þessu hjá þeim á landsvísu og þess vegna hafi orðið tafir?
Annars held ég að flokkur þeirra hafi tekið of langan tíma í fæðingu sína og sé að miklu leyti búinn að missa af stóru öldunni sem fyrir hendi var um tíma. Aðrir flokkar hafa haft tíma til að vinna sín mál á móti þessu og því verði skaðinn minni en hann hefði getað orðið.
Það er ljóst a.m.k. að fæðingin var ekki eins ævintýraleg og hjá Borgaraflokknum um árið.
![]() |
Tilkynna stofnun flokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 23:47
Alveg magnað
![]() |
Drottningin heiðraði Steven Gerrard |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 22:33
Ekki alveg reyndar
Um er að ræða skattatilfærslur og í raun skattahækkun í heildina. Fyrirfram var sagt að hann hefði ekki úr neinum fjármunum að spila og því yrði þetta frekar flöt kynning fjárlaga en annað kom á daginn þegar Brown henti inn 2p skattalækkun, bæði á einstaklinga og fyrirtæki í lok framsögu sinnar.
Í ljós kemur þó í nánari skoðun að þeir sem lægstar hafa tekjurnar (innan við 17.000 pund í árstekjur á fjölskyldu) koma margir hverjir til með að borga meiri skatta en áður. Millitekjufólk kemur yfirleitt vel út en sumir þar þurfa að bera meiri skattbyrði en þeir sem mestar hafa tekjurnar finna ekkert fyrir skattbreytingum.
Sem sagt vel valin og vel falin flétta hjá Gordon Brown.
![]() |
Skattalækkanir boðaðar í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007 | 19:57
Skattframtalið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 16:04
Meðan ég man!
21.3.2007 | 10:43
Fáar konur
Það vekur eftirtekt mína hvað fáar konur eru á þessum lista eða 5 af 20. Ég hélt að reynt yrði að hafa hlut kvenna meiri miðað við umræðu í þjóðfélaginu undanfarið.
Löngu var vitað að Sigurjón yrði efstur á listanum en það var gefið út fyrir um það bil mánuði síðan að mig minnir. Ég bíð spenntur eftir áherslumálum hans hér í kjördæminu.
![]() |
Sigurjón Þórðarson skipar efsta sætið hjá Frjálslyndum í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 19:07
Hmmm .....
Það er einhver sem ekki er að segja alveg satt hérna í þessu dæmi er það ekki? Hvort skildi það nú vera hæstaréttardómarinn eða frúin?
Ég veit ekki ....
![]() |
Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2007 | 16:30
Jafnrétti - Hluti I
Eins og ég sagði í stuttri færslu hér fyrr þá vil ég jafnrétti. Þá vaknar upp spurningin hvað sé jafnrétti.
Undanfarið hefur mér virst jafnréttisumræðan að miklu leyti snúast um kynjajafnrétti en annað verði smá útundan. Ég er hlynntur því að jafnrétti kynjanna sé til staðar, ég á tvær ungar dætur sem ég vil að hafi í uppvexti sínum og framtíðinni allri jöfn tækifæri á við stráka og karla en ég held að við vitum öll að slíkt er ekki alveg fyrir hendi í dag. Samt sem áður hefur þjóðfélagið gengið skref, bæði mörg og stór, í þá átt undanfarin ár að mínu mati. Ég tel að það eigi að beita ákveðinni jákvæðri mismunum eins og gert er í dag en ég er ekki tilbúinn að ganga skref Norðmanna til fulls, þ.e.a.s. binda hlut kynja í lög eins og þeir hafa gert varðandi stjórnir fyrirtækja (ég þekki ekki lögin þeirra að öðru leyti, því miður).
Þrátt fyrir þessa skoðun mína gerði minn stjórnmálaflokkur þetta fyrir tveimur árum, þ.e. setti inn í lög flokksins að hlutfall kynja í störfum flokksins (framboðslistar, nefdir, ráð) sé ekki minna en 40%. Ég tók þátt í því og er sáttur með það og í dag finnst mér flokkurinn standa sig vel í jafnréttismálum. Ætli norska leiðin sé þá leiðin sem á að fara? Ég er ekki viss um það samt sem áður.
En á jafnrétti kynja að þýða að hygling megi ekki eiga sér stað í daglegu lífi varðandi ýmis mál eins og til dæmis tryggingamálin í Danmörku sem fréttir voru af í gær og dag. Jú ég er á því að það megi. Að vísu hélt ég að konur væru með betri tölfræði í akstri en karlar og ættu því að fá ódýrari tryggingar.
Ég læt þetta nægja í bili en væntanlega mun ég halda áfram hugsunum mínum um þetta og setja hér inn. Þó ég hafi í upphafi ætlað að hugsa vítt varð þetta einungis um kynjajafnrétti og því fær allt annað jafnrétti sitt pláss hér síðar.
Mér finnst jafnrétti vera í grunninn, að fólk eigi ekki að dæmast eftir kyni, aldri, menntun, trúarbrögðum eða neinu slíku heldur eigi fólk að njóta sannmælis eftir því hvað það hefur fram að færa á hverjum stað á hverjum tíma. Þetta er síðan hægt að leggja út á marga vegu.
20.3.2007 | 10:51
Er Bolungarvík erlendis?
![]() |
Hús rýmd vegna snjóflóðahættu á Bolungarvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)