Fáar konur

Það vekur eftirtekt mína hvað fáar konur eru á þessum lista eða 5 af 20. Ég hélt að reynt yrði að hafa hlut kvenna meiri miðað við umræðu í þjóðfélaginu undanfarið.

Löngu var vitað að Sigurjón yrði efstur á listanum en það var gefið út fyrir um það bil mánuði síðan að mig minnir. Ég bíð spenntur eftir áherslumálum hans hér í kjördæminu.


mbl.is Sigurjón Þórðarson skipar efsta sætið hjá Frjálslyndum í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fáar konur?? Hélt að málið væri hvar þær væru, hvort þær hefðu einhverja vigt á listanum en ekki hvað væru margar í 10 neðstu sætunum? Þarna er kona í öðru sætinu og ætli þeir þykist nú ekki góðir ef Sigurjón fer inn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.3.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Mér finnst fjöldi þeirra líka skipta máli og auðvitað staðsetning. Jú, mjög góðir ef Sigurjón fer inn.

Ragnar Bjarnason, 21.3.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Kolgrima

Guði sé lof að það eru ekki fleiri konur hjá frjálslyndum, ég hefði bara orðið miður mín!

Kolgrima, 21.3.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru tvær í fyrstu fimm sætum.  Það er auðvitað rétt hjá þér að fjöldinn skiptir máli og staðsetning líka.  Málið er að það er bara erfitt að fá konur til að taka sæti, það er bara þannig.  Þær vilja vera með, en ekki á framboðslistum. 

Kolgríma veistu að þetta sem þú slærð fram þarna eru sleggjudómar.  Eða hefurðu kynnt þér málefni Frjálslynda flokksins?   Þú getur lesið málefnahandbók hans inn á www.xf.is.  Áður en maður dæmir heilan hóp af fólki, væri ef til vill gott að kynna sér hvað þau hafa á sinni málefnaskrá. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband