Jafnrétti - Hluti I

Eins og ég sagði í stuttri færslu hér fyrr þá vil ég jafnrétti. Þá vaknar upp spurningin hvað sé jafnrétti.

Undanfarið hefur mér virst jafnréttisumræðan að miklu leyti snúast um kynjajafnrétti en annað verði smá útundan. Ég er hlynntur því að jafnrétti kynjanna sé til staðar, ég á tvær ungar dætur sem ég vil að hafi í uppvexti sínum og framtíðinni allri jöfn tækifæri á við stráka og karla en ég held að við vitum öll að slíkt er ekki alveg fyrir hendi í dag. Samt sem áður hefur þjóðfélagið gengið skref, bæði mörg og stór, í þá átt undanfarin ár að mínu mati. Ég tel að það eigi að beita ákveðinni jákvæðri mismunum eins og gert er í dag en ég er ekki tilbúinn að ganga skref Norðmanna til fulls, þ.e.a.s. binda hlut kynja í lög eins og þeir hafa gert varðandi stjórnir fyrirtækja (ég þekki ekki lögin þeirra að öðru leyti, því miður).

 

Þrátt fyrir þessa skoðun mína gerði minn stjórnmálaflokkur þetta fyrir tveimur árum, þ.e. setti inn í lög flokksins að hlutfall kynja í störfum flokksins (framboðslistar, nefdir, ráð) sé ekki minna en 40%. Ég tók þátt í því og er sáttur með það og í dag finnst mér flokkurinn standa sig vel í jafnréttismálum. Ætli norska leiðin sé þá leiðin sem á að fara? Ég er ekki viss um það samt sem áður.

 

En á jafnrétti kynja að þýða að “hygling” megi ekki eiga sér stað í daglegu lífi varðandi ýmis mál eins og til dæmis tryggingamálin í Danmörku sem fréttir voru af í gær og dag. Jú ég er á því að það megi. Að vísu hélt ég að konur væru með betri tölfræði í akstri en karlar og ættu því að fá ódýrari tryggingar.

 

Ég læt þetta nægja í bili en væntanlega mun ég halda áfram hugsunum mínum um þetta og setja hér inn. Þó ég hafi í upphafi ætlað að hugsa vítt varð þetta einungis um kynjajafnrétti og því fær allt annað jafnrétti sitt pláss hér síðar.

 

Mér finnst jafnrétti vera í grunninn, að fólk eigi ekki að dæmast eftir kyni, aldri, menntun, trúarbrögðum eða neinu slíku heldur eigi fólk að njóta sannmælis eftir því hvað það hefur fram að færa á hverjum stað á hverjum tíma. Þetta er síðan hægt að leggja út á marga vegu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnrétti í mínum huga er meira en bara jöfn tækifæri...það er hugarfar í samfélaginu til þess hóps sem er að krefjast jafnréttis. Það má víða benda á jöfn tækifæri, t.d. jafnt tækifæri til að bjóða sig fram, en það er einfaldlega ekki sjálfsagt mál að jafnréttið sé orðið eðlilegur hluti af hugarfari samfélagsins. Þess vegna er ég afar ánægð með framgang t.d. Framsóknarflokksins að lögbinda val á framboðslista því það krefur fólk til að hugsa aðeins dýpra en..."konur geta til jafns við karla boðið sig fram". Því af hverju koma þá ekki konurnar betur út eftir forval stjórnmálaflokkanna en raun ber vitni....eru þær svona óhæfar? Eru við að segja þeim það? Ég held að þetta liggi dýpra en það sé bara hægt að snúa við blaðinu án nokkurra aðgerða. Þess vegna held ég þessari skoðun minni stolt á lofti á þessu heimili og er Ragnar alltaf að sjá ljósið betur og betur sé ég

En á sama tíma veit ég að óraunhæft er að ganga þannig frá jafnréttismálum að allir hópar hafi sinn fulltrúa...eins og er t.d. mjög áberandi í amerískum gamanþáttum:)

En þessi umræða "og aðgerðir" eru svo svakalega þarfar.... og vonandi förum við að taka raunveruleg skref í átt til jafnréttis og aukum víðsýni og skilning í samfélaginu á öllum þeim auð sem býr í mannfólkinu í kringum okkur! Ég nýt t.d. þeirra forréttinda að vinna með erlendu verkafólki og mér finnst allir í kringum mig vera að missa af því að kynnast þessu frábæra fólki fólki sem kemur alla leið hingað til að vinna.  Hvernig er hægt að auka jafnrétti útlendinga og eyða fordómum í þeirra garð?

Anita Karin Guttesen (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband