24.3.2007 | 19:19
Hvaðan taka nýju framboðin fylgi?
Samkvæmt frétt af RÚV myndu framboð aldraðra og öryrkja og Íslandshreyfingin helst taka fylgi af VG og Frjálslyndum ef eitthvað er að marka nýjustu könnun Capacent-Gallup.
Kannski kemur þetta öðrum ekkert á óvart en mér samt aðeins verð ég að viðurkenna.
24.3.2007 | 18:56
Hið besta mál
Ég játa að ég var smá stund að melta þetta en komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta sé hið besta mál og vel við hæfi.
Fannst samt Ástu-Sólliljugata svolítið stíft í notkun en það hlýtur að venjast eins og Helgamagrastræti á Akureyri.
Gott mál.
![]() |
Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 12:34
Ánægjuleg uppbygging
Bygging hesthússins og aðstöðunnar, því þetta er ekki bara hesthús, er enn eitt þrepið í uppbyggingu Hólastaðar sem menntastofnunar. Menntun er Hólastað ekkert ný heldur hefur hefur fylgt staðnum í gegnum aldirnar. Það er ljúft að sjá hve vel uppbyggingin gengur. Skagfirðingar hafa alltaf verið stoltir af Hólastað og stutt við það sem þar fer fram í gegnum aldirnar og einnig nú.
Ég er alla vega ánægður með þetta því þetta er til hagsbóta fyrir héraðið og hefur í raun víðtækari áhrif.
![]() |
Eitt stærsta hesthús landsins vígt við Hólaskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2007 | 10:37
Enn eitt metið
Við erum alltaf svo mikið fyrir að vera efstir og bestir við Íslendingar. En í sjálfu sér kemur þetta ekkert á óvart miðað við að kosningaþátttaka og þar með pólitískur áhugi hefur verið einna mest hér á landi þó örlítið dvínandi hafi farið undanfarna tvo áratugi.
Líklega er um að ræða einhverjar ofskráningar hjá öllum flokkum en samt sem áður er þetta um helmingi meiri skráning en annars staðar og þó svo að "gerviskráningarnar" séu teknar út erum við samt í efsta sæti varðandi þetta.
Ég tel þetta vera gott mál því að mínu mati gefur þetta vísbendingu um þátttöku almennings í lýðræðissamfélagi.
![]() |
40% kosningabærra Íslendinga í stjórnmálaflokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2007 | 22:51
Grettir dagsins
Hugleiðing kvöldsins.
Er hægt að brjóta pappírsblað oftar saman en sjö sinnum? Eða er það bara goðsögn að það sé ekki hægt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.3.2007 | 20:52
Ein skrifleg könnun
Hvert er líklegasta stjórnarmynstrið eftir kosningar miðað við þessa könnun?
Ætli framkomið framboð Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands breyti miklu í póitísku landslagi fram að kosningum?
Annars minnir nafnið hjá Ómari og Margréti mig á þetta og er búið að gera í allan dag. Skrítið.
23.3.2007 | 20:02
Vel gert
Þessu framtaki hjá Safalanum ber að fagna. Alltaf gott þegar einhver vill styrkja hið mikilvæga starf björgunarsveitanna í landinu. Þetta á örugglega eftir að nýtast vel í Björgunarskólanum og gera menn þannig hæfari í sínu starfi í framhaldinu.
Gott mál.
![]() |
Safalinn styrkir Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2007 | 09:23
Nýjasta könnun Capacent-Gallup
Nýjasta könnuni sýnir minni sveiflur en sú síðasta þó svo að uppsveifla Sjálfstæðisflokksins frá því síðast sé gengin til baka að miklu leyti. Vinstri Grænir þokast enn upp á við frá því síðast og eru í nýnum hæðum þannig að nú fer að verða spurning hvort þeir haldi þetta út næstu sjö vikurnar þegar kosningabaráttan fer að harðna en hún hefur verið tiltölulega róleg seinustu vikuna.
Framsóknarflokkurinn þokast upp á við sem og Frjálslyndi flokkurinn sem nú er kominn yfir 5% markið sem skiptir miklu máli við úthlutun þingsæta. Þetta er á sömu nótum og ég hef áður sagt.
Áhyggjuefnið í þessari könnun tel ég vera Samfylkingarinnar því engin batamerki er að sjá á fylgi hennar á milli kannana heldur er hún frekar niður á við og er innan við 20% núna þó að ekki sé marktækur munur milli kannana. Bara ennþá meiri tækifæri þá á þeim bænum.
Það held ég.
![]() |
VG áfram í mikilli sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2007 | 22:21
Vel gert
Ég sker mig úr fjöldanum hérna því ég held með MR.
Góður árangur hjá þeim. Ég er ánægður með þetta.
![]() |
MR í úrslit Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2007 | 19:33
Orkufrekur iðnaður við Húsavík og VG
Fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum var lýsti Steingrímur J. yfir eindregnum stuðningi við nýtingu jarðhitans þar í námunda fyrir orkufrekan iðnað. Hvað hefur breyst?