Nýjasta könnun Capacent-Gallup

Nýjasta könnuni sýnir minni sveiflur en sú síðasta þó svo að uppsveifla Sjálfstæðisflokksins frá því síðast sé gengin til baka að miklu leyti. Vinstri Grænir þokast enn upp á við frá því síðast og eru í nýnum hæðum þannig að nú fer að verða spurning hvort þeir haldi þetta út næstu sjö vikurnar þegar kosningabaráttan fer að harðna en hún hefur verið tiltölulega róleg seinustu vikuna.

Framsóknarflokkurinn þokast upp á við sem og Frjálslyndi flokkurinn sem nú er kominn yfir 5% markið sem skiptir miklu máli við úthlutun þingsæta. Þetta er á sömu nótum og ég hef áður sagt.

Áhyggjuefnið í þessari könnun tel ég vera Samfylkingarinnar því engin batamerki er að sjá á fylgi hennar á milli kannana heldur er hún frekar niður á við og er innan við 20% núna þó að ekki sé marktækur munur milli kannana. Bara ennþá meiri tækifæri þá á þeim bænum.

Það held ég.


mbl.is VG áfram í mikilli sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Já, áhyggjuefnið er fylgi Samfylkingarinnar . Hefði haldið að Framsóknarmaður hefði meiri áhyggjur af fylgi síns flokks sem ekki virðist ætla að ná upp yfir tíu prósenta múrinn.  En auðvitað er mesta áhyggjuefni ykkar að Samfylkingin er í um 20%...........

Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.3.2007 kl. 09:37

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það er aldeilis að menn eru viðkvæmir.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég kýs rétt eins og allir.

Svava frá Strandbergi , 23.3.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Gott hjá þér Guðný. Svoleiðis eiga hlutirnir að vera.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ekki er viðkvæmninni fyrir að fara hérna, finnst bara kómískt að lesa þetta.  En kannski eru Framsóknarmenn bara sáttir við sín 8%, viðmiðið orðið eitthvað lægra en áður þegar þótti skandall að fá undir 20%.........

Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.3.2007 kl. 15:18

6 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þú ættir kannski að lesa fyrri færslur mínar um t.d. síðustu skoðanakönnun. En annars gaman að geta skemmt þér.

Ragnar Bjarnason, 23.3.2007 kl. 16:01

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

já, alltaf gaman að skemmta fólki

Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband