Nálgumst fjárlagagerðina öðruvísi

Nú er fjárlagagerð næsta árs langt komin að því að manni skilst og góður partur af haustþinginu á eftir að fara í lokafrágang og umræður.

Fjárlögin eru einna mikilvægasta lagasetning hvers árs, bæði hvað umfang varðar og áhrif og ég vil meina að vinnulagið við gerð þeirra sé orðið úrelt.

Það á að vinna fjárlög í víðtækara samráði en verið hefur gert og breyta síðan lagalegu umhverfi á þann hátt að aukinn þingmeirihluta þurfi til samþykktar þeim.

Á þennan hátt verður gerð fjárlaga ábyrgari og skilvirkari. Að auki held ég að hlutirnir verði meira uppi á borðinu almennt hlutir sem mega missa sín á fjárlögum falli út.

Nýir tímar kalla á breytt vinnulag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband