Hnífjafnt segir CBS

Í nýjustu könnun CBS eru Obama og McCain hnífjafnir, báðir með 42% en óákveðnir 12%. Könnunin er gerð mánudag til miðvikudags.

Þetta er í raun á skjön við aðrar kannanir síðustu daga en Gallup könnun sem gerð er á sama tíma segir forskot Obama vera 7%.

Annars er ekki fyllilega að marka þessar heildarkannanir finnst mér heldur verður að sjá fyrir sér hvert einstakt ríki. Þeim má skipta í þrjá flokka síðan: "solid, leaning og toss ups".

Þar hafa menn auðvitað mest gaman af því að spá í "toss ups" ríkin og hvað er að gerast í þeim. Eins er hægt að reikna með smá hasar í "leaning" ríkjunum.

Ef maður skoðar þetta í heild sinni eins og staðan er núna er Obama með tæplega 200 kjörmenn af þeim 270 sem til þarf en McCain með um 140.

En meira um þetta síðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband