Gult spjald þýðir útaf í tíu

Dæmdi fyrsta leikinn minn hér í dag og gekk svo sem alveg ágætlega. Eftirlitsdómarinn var a.m.k. þokkalega sáttur.

Gaf eitt gult spjalt upp úr miðjum seinni hálfleik. Um leið og hann fékk spjaldið rauk hann bara útaf eins og einhver vitleysingur og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hef ekki séð þetta áður.

Í Jyllands serien er það nefnilega svo að gult spjald þýðir útaf í tíu mínútur. Það var enginn búinn að segja mér það og þeir höfðu gaman af þessu samstarfsmenn mínir og eftirlitsmaður en einn leikmaðurinn var svo vænn að segja mér frá þessu.

Annars finnst mér þetta góð regla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Sæll Ragnar. Þetta heitir víst Sinbin eða syndabásinn. Mér fannst þetta sniðug leið þegar að ég kynntist henni í Fynsseriunni. Kemur í veg fyrir svínarí í sambandi við leikbönn í neðri deildunum og refsingin gagnast því liði sem brotið var gegn en ekki einhverju öðru liði seinna. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 7.9.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Alveg sammála, liðin sjá líka alfarið um skýrslugerð og svoleiðis og svo held ég líka að menn spái aðeins meira í að vera ekki í einhverri vitleysu.

Ragnar Bjarnason, 7.9.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband