Obama vinnur í Norður-Karólínu

Það kemur ekki á óvart að Obama sé sigurvegari í Norður-Karólínu eins og búið er að lýsa hann nú þegar um leið og kjörstöðum þar var lokað.

Allt útlit er síðan fyrir sigur Clinton í Indiana, spurningin bara hversu stór. Ég reikna reyndar með því að hann verði stærri en margur heldur, um eða yfir 10%.

Það breytir samt litlu. Þetta er á þann veg sem reiknað var með en ég held samt ennþá að Clinton hætti baráttu sinni í framhaldinu. Þetta er orðið of fast í járnum og hún er með tapstöðu eins og er og verður að taka af skarið í framhaldinu.

Of mikið er farið að bera á harðri andstöðu og hreinlega hatri frá stuðningsmönnum annars þeirra út í hitt til að hægt sé að fara mikið lengra án þess að eiga það á hættu að tapa kosningunum í haust.

En annað eins hefur svo sem gerst, það er ekki það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með þá samsæriskenningu að Clinton sjái úr þessu helst þann kost í stöðunni að stuðla að tapi Obama gegn McCain og eiga þá sjálf möguleika á endurkomu 2012?

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég hef hingað til ekki viljað trúa því að sá möguleiki sé fyrir hendi. Ég er þannig stefndur í þessum málum að ég hef gefið Clinton það að hún sé ekki endilega tilbúin til að gefa flokkinn og það sem hann getur komið til leiðar með forsetaembættinu upp á bátinn fyrir eigin hag árið 2012. Ég hef nefnilega haft þónokkra trú á Clinton sem stjórnmálamanni þrátt fyrir að fylgja Obama frekar að málum ýmissa hluta vegna nú.

Ragnar Bjarnason, 7.5.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband