Kappræðurnar í gærkvöldi

Sigurvegarar og taparar í kappræðum þeirra Obama og Clinton í gær samkvæmt The Fix á Washington Post.

Sigurvegarar kappræðnanna voru Barack Obama fyrir að sigla framhjá öllum hættulegum skerjum í kappræðunum og búa ekki til neinar nýjar fréttir. Þar sem hann er "front runner" kosningabaráttunnar þá var þetta honum í hag þó þessar kappræður hafi verið hans slökustu þegar þau hafa bara verið tvö.

Næsti sigurvegari var Matt Drudge, sá sem er með heimasíðuna þar sem myndin af Obama í kuflinum birtist fyrst. Þvílík auglýsing fyrir vefsíðu.

Og síðasti sigurvegarinn er National Journal sem fær umfjöllun vegna þess að í því tímariti var Obama sagður frjálslyndasti öldungadeildarþingmaðurinn árið 2007 eins og ég hef áður sagt frá.

Taparar kvöldsins voru síðan einnar línu árásir Clintons á Obama sem féllu dauðar og létu hana líta frekar illa út í raun.

Síðan voru "ég ætla að ná þér" spurningar spyrils frekar daprar að mati The Fix en dæmi um þær er til dæmis spurningin sem Clinton fékk um hver yrði næsti forseti Rússlands. Hún hikstaði aðeins á henni en hafði samt af.

Ég er nokkuð sammála þessari greiningu eftir að hafa horft á megnið af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einhversstaðar las ég í dag að Mc Cain væri nú þegar búinn að vinna.  Er nokkuð til í því. ??

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fylgist bara með þessari kosningabaráttu gegnum þig Ragnar minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég fylgist með þessu þetta er að verða spennandi.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.2.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Nei nei Ásdís, McCain er ekkert að vinna, amk ekki strax.

Ragnar Bjarnason, 29.2.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband