Enn er sveitarfélögum að fækka

Nú sýnist mér að sveitarfélögum landsins muni fækka um a.m.k. eitt í sumar þegar Þingeyjarsveit og Aðaldalur sameinast sem ég tel allar líkur á að verði. Nefnd um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar og var það álit tekið til umræðu síðastliðinn fimmtudag.

Eftirfarandi eru tillögur samstarfshóps um sameiningu Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar til sveitarstjórnanna:Samstarfshópur Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar um sameiningu sveitarfélaganna leggur til við sveitarstjórnirnar að sveitarfélaögin verði sameinuð á grundvelli 91. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.Samstarfshópurinn leggur til að kjördagur verði 7. júní 2008.  Í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags verði 7 aðalmenn og jafn margir til vara.  Ekki er lagt til að skipað verði byggðaráð.Kosið verði um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnarkosningum.Samstarfshópurinn leggur til að skipuð verði nefnd til  að undirbúa sameingarferlið svo og leggja fram tillögur að nýju nafni.  Nefndin verði skipuð tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi.

Ég reikna fastlega með að þetta verði samþykkt á næsta fundi þó svo að minnihluti sveitarstjórnar hafi bókað á aðra vegu og því verði til nýtt sveitarfélag í sumar.

Annars er það mín skoðun að sveitarfélög eigi að stækka og taka yfir fleiri verkefni af höndum ríkisins en þá þurfa auðvitað að fylgja tilhlíðandi tekjustofnar með svo hægt sé að takast á við málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sakna gömlu hreppanafnanna, finnst þau skemmtilegri.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Maður notar þau bara sem hverfanöfn. Annars er ég sammála þér að mér líkar alltaf vel við gömlu nöfnin.

Ragnar Bjarnason, 29.2.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband