Sóknarleikurinn vandamálið

Ég held að það hefði verið framar öllum björtustu vonum að leggja Frakka í þessum leik. Til að svo hefði verið hefði allt þurft að smella saman hjá íslenska liðinu á meðan Frakkar hefðu þurft að eiga afar dapran dag og að auki að vera illa undirbúnir. Hvorugt var uppi á teningnum og því fór sem fór. Ekki mikið við því að segja, franska liðið er sterkara/betra en það íslenska.

Það sem er aðalvandamál Íslendinga er sóknarleikur liðsins og snýst þar ekki um hvort Ólafur er með eða ekki, þetta snýst um heildina. Ekki er mikið um að vera í uppstilltri sókn, lítil hreyfing og lítið áræði. Þetta leiðir af sér tæknifeila og skot í erfiðari færum en ella. Það skilar sér síðan í hraðaupphlaupum í bakið, eitthvað sem íslenska liðið leggur mikið upp úr að ná í sínum leik. Það eru nefnilega góð mörk sem koma þannig.

Vörnin er á köflum góð og í fyrsta sinn í langan tíma er markvarslan í takt við hana. Það er gott og á því er hægt að byggja upp hraðaupphlaupin en þetta leysir ekki sóknarvandamálið og það er hvort sem er ekki leyst á stuttum tíma inn í miðju móti. Til þess þarf lengri tíma og meiri vinnu.

Þannig að þegar upp er staðið er níunda sætið í mótinu er raunhæft, annað eru skýjamyndir.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband