20.1.2008 | 13:44
Skrýtnu hugmyndirnar á Íslandi
Það koma oft fram á Íslandi svo skrítnar hugmyndir að merkilegt verður að teljast. Oft verður það þá líka þannig að þær fá þónokkra athygli og í framhaldinu eru þær bornar undir hina og þessa framámenn þjóðfélagsins.
Nýjasta í þessum efnum er þessi brjálaða hugmynd að Fischer heitinn eigi að jarðsetjast í þjóðargrafreit á Þingvöllum. Hvernig getur mönnum dottið það í hug verð ég eiginlega að spyrja sjálfan mig, svona eftir að maður áttaði sig á því að full alvara lá að baki hugmyndinni.
Fylgja þessu einhver tæk rök? Ég get ekki séð það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég var líka að velta þessu fyrir mér þetta er mjög skrýtin hugmynd er mjög hissa. Kveðja.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:56
Eftir mikla umhugsun og töluverða yfirlegu tókst mér að finna nokkur veik, en hugsanleg rök. Sem sagt, afkastamikill sunnudagur.
Kristian Guttesen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 23:53
Jónas, Einar, Bobby / Þrenning sönn og ein ...
Balzac (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.