29.6.2007 | 23:49
Eiður Smári til Newcastle
Menn hafa verið að velta því upp í dag að Eiður Smári sé á leiðinni til Newcastle og hitti þar fyrir sinn gamla framkvæmdastjóra frá tíma sínum með Bolton, Stóra Sam.
Aðalfréttin er sú að Allardyce sé á leiðinni til Barcelona til að ganga frá kaupum á Edmilson hinum brasilíska en í raun sé hann að reyna að fá Eið, sem sagður er "out of favor" á Nou Camt, til sín í leiðinni.
Athyglisvert að sjá hvernig þessi fer fram.
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
Áhugaverð lesning af ýmsu tagi
- Freedomfries
- Washington Post Ágætt blað
- Los Angeles Times Ágætt blað
- New York Times Ágætt blað
- TPM Mjög góð fréttaveita
- RCP Snilldar skoðanakannanasíða
- Rasmussen Önnur góð skoðanakannanasíða
- Pólitík á CNN Ágæt umfjöllun um ameríska forsetakapphlaupið ásamt öðru
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bækur
Úr ýmsum áttum
Ágætis lesning
-
Jean-Jacques Rousseau: Samfélagssáttmálinn (ISBN: 9979-66-159-3)
Grunn skilgreining á lýðræðishugtakinu
**** -
Ásgeir Jónsson/Kári Bjarnason: Jón Arason Biskup - Ljóðmæli (ISBN: 978-9979-798-03-3)
Ný sýn á síðasta kaþólska biskup okkar Íslendinga í aðdraganda siðaskipta. Ég er að lesa hana ennþá (eins og svo margar aðrar bækur) og get því ekki gefið henni einkunn einnþá. -
Steinþór Þráinsson: Saga Laugaskóla (ISBN: 9979-70-085-8)
Þroskasaga menntastofnunar á landsbyggðinni. Viðamikið og ákaflega vel skrifað verk. Nauðsynleg lesning fyrir laugamenn, unga sem aldna.
**** -
David Gibson: The rule of BENEDICT (ISBN: 978-0-06-085841-1)
Ef menn vilja fá innsýn í bakgrunn kaþólsku kirkjunnar og núverandi páfa hennar, Benedict XVI
***
Athugasemdir
Ég hef auðvitað eins og flestir Íslendingar verið aðdáandi Eiðs lengi en stundum virkar hann hreinlega latur á vellinum. Barcelona gjörbreyttist til hins betra þegar Etoo sneri aftur eftir meiðslin í vetur og yfirferð hans, áhugi og vinnusemi er eitthvað sem Eiði sárlega vantar, auk hraðans. Annars hefur mér lengi fundist að Eiður eigi ekki að spila fremst, frekar sem fremsti miðjumaður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 06:09
Fórstu að bjarga stráknum í gær?? sá var heppinn að drepa sig ekki. Sólskinskveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 13:07
Nei Ásdís ég fór ekki í útkall í gær eða við hér á Laugum. Aðaldælingar sáu um björgunina. En annars hefði ég líklega ekki komist þar sem ég var á leið til Húsavíkur að dæma knattspyrnuleik.
Ég er svo að mestu leyti sammála þér Gunnar með Eið Smára, fyrir utan að ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi hans einhverra hluta vegna.
Ragnar Bjarnason, 30.6.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.