18.3.2007 | 13:44
Leiðindaveður
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að það gengur leiðindaveður yfir landið núna. Veður hefur verið vont vestantil á landinu og versnar óðum hér norðanlands. Víkurskarðið ófært, reyndar eins og það verður alltaf þegar eitthvað verður að veðri og færð. Mikið verður nú almennilegt þegar Vaðlaheiðargöngin verða orðin að veruleika.
Sú litla sefur nú samt sem áður vært úti við þrátt fyrir snjókomu og fjúk. Annars er allt við það sama hér á bænum. Ástandið eins og verið hefur undanfarna daga og stelpurnar óðum að ná sér eftir veikindi og kvef.
Ófært um Víkurskarð og Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er held ég spáð sunnanátt á miðvikudaginn.
Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 14:31
Dugleg sú stutta. Hér er sæmilegt veður í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 14:34
Já ég held að þetta sé nú bara stutt skot, mér sýndist það hjá Einari Sv. en ég skoða alltaf hjá honum. Þið fáið nú alltaf svo góða skammta af vetrarveðri fyrir vestan að það er nú allt í lagi að það sé sæmilegt í dag.
Ragnar Bjarnason, 18.3.2007 kl. 15:30
Eins og allfrægt er mun aldrei vont veður vera í Reykjadal. Heldur versnaði nú þegar kvölda tók. Ég fór meðal annars eina björgunarferð.
Ragnar Bjarnason, 18.3.2007 kl. 21:31
Það getur víst verið vont veður í Reykjadal, minnist stórhríðar sem stóð frá 12-16 febrúar 1971, en þá fóru margir nemendur til Akureyrar og komust ekki heim fyr en á þriðjudags kvöld vegna ófærðar. Það sá sko ekki út úr augum þessa daga
Valgerður Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.