11.3.2007 | 13:28
Gimsteinar í mannsorpinu
Ég horfði á heimildarmynd um Ghengis Khan í gærkvöldi og það kom hugsunum mínum á flug. Ég fór að velta fyrir mér lífinu almennt og fólki sem maður hefur hitt, umgengist og unnið með á lífsferli sínum. Þá mundi ég eftir vísukorni eftir Bólu-Hjálmar sáluga, en ég hef alltaf haft miklar mætur á honum. Vísustúfurinn fangaði í raun allar mínar hugsanir í gærkvöldi.
Víða til þess vott ég fann
Þó venjist oftar hinu
Að Guð á margan gimstein þann
Er glóir í mannsorpinu
Hann synti á móti straumnum á sínum tíma og ég held að við öll upplifum eitthvað í líkingu við það einhverntímann á ævinni.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Talandi um Hjálmar í Bólu. Það var víst mikil skemmtun í íþróttahúsinu í Varmahlíð þar sem Hjálmar var meginþemað. Skilst að þetta hafi tekist með eindæmum vel og húsið fullt af fólki.
Rúnar Birgir Gíslason, 11.3.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.