Jafnrétti

Það er ekki annað að sjá en þarna sé um að ræða eitt skref í áttina til jafnréttis og virðist nefndin, sem skipuð var síðasta sumar hafa lagt fram ágætis tillögur. Svo sýnist mér eftir að hafa rennt hratt yfir efnið.

Það sem vekur sérstaka eftirtekt mína í fyrstu er að "Lagt er til að launamanni sé hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun eða önnur starfskjör sín". Ef mér skjátlast ekki er hér um að ræða nýja sýn á hlutina og tiltölulega breytingu frá því sem nú er. Væntanlega er þessu fyrst og fremst hugsað til að vinna á móti óútskýrðum launamun eða kynbundnum launamun. Fróðlegt verður að sjá þetta í framkvæmd.

Sem fyrr er auðvitað nauðsynlegt að jafnréttislögum sé síðan fylgt í reynd en séu ekki bara upp á punt.


mbl.is Lagafrumvarp nefndar um jafna stöðu og rétt kvenna og karla kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband