Fyrir neðan allar hellur!

Það sem gerðist í leikslok í leik Valencia og Inter Milan er algjörlega fyrir neðan allar hellur og á ekki að sjást inni á knattspyrnuvelli eða nokkurs staðar ef út í það er farið. Þó svo að spenna ríki í leiknum og miklar tilfinningar séu hjá leikmönnum verða þeir að hafa siðferðilegan styrk og þroska til að hafa hemil á slíku. Svona framkoma er félögum þeirra til skammar og nú stendur upp á UEFA að taka almennilega á þessu.

Umræðan í a.m.k. enskum fjölmiðlum í gær var sú að Inter bæri þyngri sök en Valencia að því undanskildu að Navarro ætti sér engar málsbætur. Hann er ekki inná vellinum í leikslok og gerir sér langa ferð að hópnum inni á miðjum velli og slær þar leikmann, sem haldið er af öðrum til að róa hann niður, í andlitið þannig að af hlaust nefbrot.  Þrátt fyrir afsökunarbeiðni hans finnst mér að hann eigi að fá langt keppnisbann og þunga sekt.

Jamie Redknapp, sem var í stúdíói SKY í gær beindi sjónum manna að því að þetta gæti í raun verið endurspeglun á stöðu þeirri sem ítalski boltinn er í um þessar mundir og nú verði varla sokkið neðar hjá þeim. Get svo sem tekið undir það að vissu leyti og á þeim bænum verða menn að fara í algjöra endurskoðun á sínum málum. Þegar enskum félagsliðum var vísað úr Evrópukepnnum á sínum tíma tóku þeir sig á og færðu málin til betri vegar, slíkt verða Ítalir að gera einnig.

UEFA verður að taka hart á þessu og láta menn bera ábyrgð á sínum gjörðum og senda þar með skilaboð í knattspyrnuheiminn að svona háttalag verði ekki liðið.

En á léttari nótunum í lokin læt ég hér fylgja skýringu Robbie Earl á Barcelona eftir leik þeirra við Liverpool í gærkvöldi. "Barcelona are bad haircut team, something going forward but nothing at the back". Held að ég hafi heyrt rétt í honum og fannst þetta nokkuð sniðugt.


mbl.is Valencia og Inter eiga yfir höfði sér þungar refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband