Hvað er eðlilegt og hvað ekki?

Er eðlilegur fréttaflutningur af þessu máli? Mér sýnist þetta vera hið svokallaða fjölmiðlafár. Ekki það að það er kannski hreint ekkert eðlilegt í þessu máli og því ætti þá ein hlið þess sem fréttaflutningurinn er að vera það?

Ég get ekki að því gert, þó að ég sé ákaflega mikill áhugamaður um fréttir og málefni líðandi stundar, að þá er ég eiginlega farinn að láta þetta fljóta sofandi fram hjá mér. Ætli ég lesi ekki bara um þetta í ellinni í svona "Ísland í aldanna rás" stíl. Ef mér endist þá aldur til þess að málinu verði lokið þá. Kannski þarf heila svoleiðis bók bara um þetta.

Þá er það ákveðið, eins og segir í ævintýrinu, ég geri málið upp þegar það hefur orðið sagnfræðinni að bráð.


mbl.is Jóhannes Jónsson mætti til skýrslutöku í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband