Farinn

 Í sjálfu sér kemur þetta mér ekki mikið á óvart. Jakob virðist mér alltaf hafa haft meiri metnað en gengi hans í Samfylkingunni hefur boðið honum uppá og því kannski fullreynt fyrir hann á þeim bænum og þess vegna fari hann fram með öðrum þegar það er í boði. Ég sé ekki endilega mikla áherslubreytingu hjá honum nema þá að Samfylkingin sé að breytast yfir til vinstri og því verði þeir að víkja sem í sönnu telja sig vera hina svokölluðu hægri krata. Ef svo er gefur þetta manni til kynna ákveðna stefnubreytingu Samfylkingarinnar í vinstri átt og þá sýnist mér að grundvöllur hins stóra jafnaðarmannaflokks Íslands svolítið veikari en fyrr.

Svona þegar upp er staðið þá hafa bísna margir verið á ferðinni til og frá flokkum í aðdraganda kosninganna nú í vor. Einhvernveginn finnst mér það vera með meira móti og dreifðara heldur en áður hefur sést. Þarf að kanna það betur áður en hægt er að alhæfa um það.

Er þetta kannski aðdragandinn að stórbreytingum á ísleska flokkakerfinu, sem tekur næstu fjögur til átta árin að taka á sig endanlega mynd og festa sig í sessi? Stór spurning og líklega hugarburður, en samt gaman að spá í það finnst mér. Nýr vinkill á hlutina en líklegast er þetta ekkert flóknara en um sé að ræða einstakling að nýta sér opið tækifæri.

 


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé það strax að þú hefur alltof mikinn tíma þarna fyrir austan... 3-7 færslur á dag??? ég tel mig góðan ef ég næ því á einu ári :D 

Kolli (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Veit, hef fylgst með þér og það er satt best að segja ekki mikið verk.

Ragnar Bjarnason, 25.2.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband