Lagst í ferðalög

Jæja, þá er loksins komið að því. Allt síðan snemma í ágúst á síðasta ári höfum við hjónin verið að spá í hvert við ættum eiginlega að fara í svona alvöru brúðkaupsferð. Slík ferð var síðan endanlega ákveðin í dag þannig að í vissum skilningi er um stórdag að ræða. Eftir miklar pælingar, bæði fjárhagslegar sem og áhugasviðslegar, ef þannig mætti orða það, höfum við komist að þeirri niðurstöðu að bregða okkur til Færeyja í eins og tvær vikur í vor eða snemmsumars. Aðalkeppnin við þessa ferð var að fá frá ákaflega spennandi ferð til Rússlands, reyndar þriggja ferða til Rússlands sem í boði eru þangað í sumar á vegum ákveðinnar ferðaskrifstofu. Það sem réð mestu um endanlega ákvörðun er að við tökum stelpurnar með okkur til Færeyja en það hefðum við ekki gert í ferð til Rússlands. Að auki fengum við staðfest í dag að við fáum gistingu hjá ættingjum Anitu og þá var fjárhagslegar aðstæður mun hagstæðari Færeyjaferðinni. Við munum síðan auðvitað sigla með Norrænu frá Seyðisfirði en eftir er að kanna bókunarstöðu á þeim bænum.

Maður fer bara seinna til Rússlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá... ykkr hefur ekki dottið í hug að heimsækja ættmenni í Noregi? Væri nú kannski hægt að fá hagstæða gistingu þar líka...

Gunna (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 21:46

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Veit ekki, það hefur aldrei verið minnst á það. Svo er líka svolítið lengra að sigla þangað. Fyrir utan að Noregur er miklu hættulegra land en Færeyjar skilst manni á fréttunum. Miklu fleiri þar í fangelsi og svona.

Ragnar Bjarnason, 25.2.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband