Staðan í dag eða??

Skoðanakönnunin byggir á svörum um það bil 440 einstaklinga. Hvað ætli það hafi verið margir sem fengu tvær hringingar af þessum 440, samanber þessi færsla, og gátu leikið sér aðeins með svörin sín? Þessar kannanir gefa svo sem einhverja mynd af stöðunni eins og hún er en skekkjumörkin eru svo mikil að það er hreinlega ekkert vit í því í rauninni að vera að draga einhverjar stórar ályktanir í framhaldi þeirra. Ætli það sé ekki meira að marka "skoðanakönnunina" hans Þráins Bertelssonar í sem hann birti í bakþönkum fréttablaðsins fyrir ekki svo löngu síðan og var byggð á mjöðminni hans.

Ef við reynum nú samt að meta stöðuna aðeins þá er Sjálfstæðisflokkurinn stöðugur í fylgi sínu. Samfylkingin fellur nokkuð. Vinstri grænir bæta mikið við sig. Framsóknarflokkur tapar helling og Frjálslyndir í kringum sitt venjulega fylgi. Allt þetta auðvitað út frá kjörfylgi. Sveiflan virðist þá vera til Vinstri grænna frá Samfylkingu og Framsókn og á þann hátt að um er að ræða alveg jafn slæma útkomu fyrir hvorn þann flokk fyrir sig. Þeir óákveðnu og þeir sem neita að svara hafa þó mest að segja þegar upp er staðið.

En eins og áður sagði er ekki mikið hægt að stóla á þetta finnst manni.


mbl.is Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband