Færsluflokkur: Íþróttir

Mark ársins í danska boltanum

Fínt ad fá eina jákvæda frétt fyrir Íslendinga í Danmørku, svona adeins til ad hressa uppá ordsporid.

Årets Mål
Stefan Gislason, Brøndby, for sin scoring til 1-0 mod FC Nordsjælland på Brøndby Stadion den 4. maj.

Tók meira ad segja sjálfur vid verdlaununum.

Markid var í mun betri klassa en danskan hjá honum, en thad var líka verulega flott.


Flott heimsmet

Flott heimsmet í Berlínarmarþoninu í dag hjá Haile Gebrselassie.

Hann hleypur hraðar 42 kílómetra en ég hundrað metra (miðað við km/klst, ég er aðeins fljótari en 2klst með hundrað metrana.

Það sem meira er. Hann fer alveg að ná því að hlaupa jafn hratt og Bjössi Arngríms talar.


Reykingalögin eða ekki

Ég hélt ég væri að sjá ofsjónir í dag eftir leik þegar annar aðstoðardómarinn dró upp sígarettu og kveikti sér í inni í búningsklefa.

Ég hélt að það væru komin ágætis reykingabannlög hér í Danmörku, að minnsta kosti hefur gamli feiti Kim Larsen verið að ybba sig út í þau undanfarið.

En nei nei, þá sat bara daman á bekknum og keðjureykti meðan eftirlitsdómarinn fór yfir leikinn, sem tók svo reyndar sinn tíma (næstum jafn langan tíma og leikurinn sjálfur).

En Danirnir með hundana sína og sígaretturnar eru ekkert að spá í aðra þegar um þá hluti er að ræða.

Annars voru dömurnar í dag hörkuaðstoðardómarar og leikurinn góður. Allur annar en um síðustu helgi sem fór 1-9. Þessi fór þó bara eitt núll og maður fékk gott tækifæri til að sýna hvað í manni býr enda er verið að raða manni í styrkleikaflokk.


Ef thu tholir ekki gagnryni skaltu fara ad safna frimerkjum

Ef thu ert atvinnumadur i fotbolta og tholir ekki gagnrynina sem thu færd vid slaka frammistødu tha skaltu fara ad safna frimerkjum i stadinn.

Bein skilabod til danska landslidsins i fotbolta sem i fylu sinni yfir fjølmidlagagnryni undanfarid akvadu ad tala ekki vid pressuna eftir sigurleikinn i gær.

Gert til ad vernda thjalfarann segja their. Barnaskapur segi eg.

Og pressan var eiginlega mest hissa a thessu og svo utur svekktir audvitad.

En their gatu nu svo sem ekki haldid sig lengur en halfan solarhring i thessu sjalfskipada fjølmidlabanni.

Erfidur heimur.


Engir aðstoðardómarar

Dæmdi annan leik í dag, bara nokkrum seríum neðar en í gær. Ellefu á móti ellefu leikur en engir aðstoðardómarar. "Bare du selv" fékk ég að heyra í gær og stórt bros meðfylgjandi.

Flott hugsaði ég, þetta er eitthvað nýtt. Og það var það svo sannarlega. Ef boltinn fór aftur fyrir endamörk þá lyfti markmaðurinn bara upp hendinni og ef hann fór út fyrir hliðarlínu þá var einn á bekknum sem lyfti flaggi (liðin staðsett sitt hvoru megin vallarins).

Ekkert múður og ekkert vesen og allir sáttir að auki. Og svo eitt enn já, rangstaðan var alfarið mín og þá skildi maður betur "lidt tættere paa" sem fylgdi líka með í gær.

Þetta myndi aldrei ganga á Íslandi.

Annars er svo fleira nýtt um næstu helgi en þá fæ ég tvær konur sem aðstoðardómara. Það hef ég aldrei prufað áður.


Gult spjald þýðir útaf í tíu

Dæmdi fyrsta leikinn minn hér í dag og gekk svo sem alveg ágætlega. Eftirlitsdómarinn var a.m.k. þokkalega sáttur.

Gaf eitt gult spjalt upp úr miðjum seinni hálfleik. Um leið og hann fékk spjaldið rauk hann bara útaf eins og einhver vitleysingur og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Hef ekki séð þetta áður.

Í Jyllands serien er það nefnilega svo að gult spjald þýðir útaf í tíu mínútur. Það var enginn búinn að segja mér það og þeir höfðu gaman af þessu samstarfsmenn mínir og eftirlitsmaður en einn leikmaðurinn var svo vænn að segja mér frá þessu.

Annars finnst mér þetta góð regla.


Ég er sáttur!

Silfurverðlaun á Olympíuleikum er hreint ekki svo slæmt þrátt fyrir allt.

Frábært!


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar aðeins uppá Olympíuandann!

Spurning um að láta vera að sparka í dómarann þó þú sért ósáttur.

Matos lay down, awaiting medical attention, but was then disqualified by referee Chakir Chelbat of Sweden for taking too much injury time.

A furious Matos reacted by pushing a judge, then pushed and kicked Chelbat in the face.

Þó svo að mikið sé í veði þá verða menn nú aðeins að nota skynsemina.


Og þeir halda gullinu

Smá sárabót fyrir annars frekar svekkta Dani er að þeir halda gullverðlaunum sínum í 49´er siglingakeppninni. Endanlegur dómur í því máli féll núna í morgun.

En, þeir eru frekar óánægðir með sitt hlutskipti á leikunum. Finnst sitt fólk ekki hafa staðið sig sem skildi, eiginlega bara langt frá því.

En þeir eru búnir að finna leið út úr svekkelsinu og hún felst í því að níðast á Svíunum. Þeim hefur nefnilega ekki gengið svo vel heldur og Danir gera mikið úr því hvað Kluft gekk illa auk annars.

Enginn er annars bróðir í leik.


Dorrit að smygla mönnum inn á gólfið í fagnaðarlætin

Algjör snilld þessi grein (þessi líka svo sem) og athugasemdirnar ekki síðri sumar hverjar. Þessar tvær eru í uppáhaldi.

Pretty cool that for 3 seconds someone thought you were the president of a country

Even cooler that Iceland has a first lady that will run a scam on Olympics security personnel.

Og hugsanagangur fyrirliðans síðan bestur held ég. Ég er ekkert smeykur við úrslitaleikinn.

The next 48 hours will only have value if we will focus on the gold medal

Maður verður lengi að ná sér af þessu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband