Engir aðstoðardómarar

Dæmdi annan leik í dag, bara nokkrum seríum neðar en í gær. Ellefu á móti ellefu leikur en engir aðstoðardómarar. "Bare du selv" fékk ég að heyra í gær og stórt bros meðfylgjandi.

Flott hugsaði ég, þetta er eitthvað nýtt. Og það var það svo sannarlega. Ef boltinn fór aftur fyrir endamörk þá lyfti markmaðurinn bara upp hendinni og ef hann fór út fyrir hliðarlínu þá var einn á bekknum sem lyfti flaggi (liðin staðsett sitt hvoru megin vallarins).

Ekkert múður og ekkert vesen og allir sáttir að auki. Og svo eitt enn já, rangstaðan var alfarið mín og þá skildi maður betur "lidt tættere paa" sem fylgdi líka með í gær.

Þetta myndi aldrei ganga á Íslandi.

Annars er svo fleira nýtt um næstu helgi en þá fæ ég tvær konur sem aðstoðardómara. Það hef ég aldrei prufað áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég dæmdi tvö ár í utandeildinni á Íslandi og þar var maður aldrei með aðstoðardómara, dæmdi oftast 2 leiki í röð, 2x40 mín hvor á gervigrasi.

Horbjóðru

Rúnar Birgir Gíslason, 8.9.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband