Færsluflokkur: Dægurmál
25.2.2008 | 20:26
Mér rennur blóðið til skyldunnar
Þetta stóð uppúr á þrettándaskemmtuninni um daginn, en mér hefur líka alltaf fundist Sigfús þeirra bræðra bestur sé hægt að dæma það. Sá þetta fyrst hjá mínum gamla læriföður Birni Jóhanni rétt um daginn og varð síðan að setja þetta hér inn í framhaldi af því.
Allt kemur nú á youtube.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2008 | 00:32
Verkfalli lokið
Svona meðfram því að fylgjast með kosningamálum vestan hafs kemst maður ekki hjá því að sjá og heyra af öðrum mikilvægum málum.
Það mun vera komið svo í verkfalli handritshöfunda í Hollywood að náðst hefur samkomulag á milli deiluaðila og kann svo að fara að verkfalli handritshöfundanna verði aflýst á mánudaginn. Frá þessu er sagt í fjölmiðlum nú í kvöld.
Þá á eftir að kjósa um samninginn en það verður gert í póstkosningu sem sett verður af stað innan tveggja vikna.
Þá geta allir horfið aftur glaðir að sjónvarpsskjánum í Ameríku og jafnvel víðar er það ekki?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2007 | 22:14
N 1
Ég eyddi parti af gærdeginum á Akureyri, nánar tiltekið á N1 mótinu eða fyrrverandi ESSO móti KA. Þar dæmdi ég nokkra leiki og leist bara nokkuð vel á það sem ég sá. Heilmikið um tilþrif hjá þátttakendum og þvílík innlifun með meðfylgjandi sorgum og gleði eftir því sem við átti. Nægur efniviður í framtíðarknattspyrnufólk þarna á ferðinni síðustu daga.
Annars verður þetta mér alltaf meira og meira umhugsunarefni þessi nafnabastarður sem N1 nafnið er. Þvílík hörmung það er, hann hlýtur að fara huldu höfði maðurinn á bakvið það.
Eftir þetta lá leiðin til Grenivíkur sem aðstoðardómari í leik milli Magna og Sindra sem heimamenn unnu naumlega 3-2 en meðal annars fór víti forgörðum hjá Sindra mönnum.
Kvöldið fór síðan í grillveislu með KDN á Akureyri en það var hin besta skemmtan. Góður dagur í gær þó langur væri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 21:29
Æfingin skapar meistarann
Gærkvöldinu eyddi ég í ákaflega góða slökkviliðsæfingu en hingað komu menn frá Eldstoðum til úttektar á slökkviliði Þingeyjarsveitar. Fengum smá umfjöllun um eldvarnir og eldvarnareftirlit ásamt því að fara í "gámana". Annar þessara gáma er reykgámur þar sem leitað er en hinn er skriðgámur þar sem smágert völundarhús er fyrir mann til að fara í gegnum, í myrkri auðvitað og í fullum reykköfunarskrúða.
Það borgar sig að fara reglulega yfir þessa hluti en samt sem áður er maður að æfa fyrir það sem maður vill eiginlega aldrei standa í. En það er samt alltaf eitthvað um útköll því miður. Nóg um það, æfingarnar eru skemmtilegar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 13:49
Gott ...
Tveir með allar tölur réttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 19:48
Ein af þessum
Þessi frétt er ein af þessum árlegu fréttum sem er alltaf eitthvað um. Hefur verið á RÚV seinustu tíu árin að minnsta kosti og er reyndar alltaf jafn brosleg.
Menn fá útrás fyrir spennu- og sýniþörfina á misjafnan hátt svo sem.
Keppt í ostaeltingarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 00:04
Í kulda og trekki
Nú er ég nýlega kominn frá Akureyri þar sem ég gerði ferð seinni part dags til að aðstoðardæma knattspyrnuleik í Landsbankadeild kvenna. Hörkufjör í leik sem fór 2-3 fyrir Breiðablik gegn heimastúlkum í Þór/KA.
Annars er það helst að frétta að maður er næstum frosinn eftir þriggja stiga hita og smá slyddu með og á sjálfsagt eftir að taka eitthvað fram á nóttina að þiðna almennilega. Ég er alveg búinn að fá nóg af þessum kulda verð ég að segja.
Annars fengum við góða heimsókn í gærkvöldi þegar gamlir nemendur mínir héðan úr skólanum komu og gistu hjá okkur. Voru að fagna eins árs stúdentsafmæli og mættu í stúdentaútskrift í dag. Fjögur stykki takk fyrir, með mikið fjör og gott spjall. Helling um pólitík og svo auðvitað lífið og tilveruna. Já það er margt unga fólkið sem er skynsamt og hugsandi í dag.
Gaman að fá svona heimsóknir og sem betur fer eru þær reglulegar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 18:10
Hugleiðing dagsins
Í gegnum erfiðleika lífsins, er að manni steðja á stundum er gott að geta gripið til einhverra huggunar í formi orða eða hugsunar. Þess má sjá víða merki og slá menn oft um sig með góðum og gildum tilvitnunum og málsháttum í þeim tilgangi. Margt þessa er auðvitað að finna í okkar miklu sagnaarfleifð, allt frá upphafi sagnaritunar fram til okkar daga.
Það sem hefur dugað mér ákaflega vel er reyndar ekki þangað sótt, þó það lyfti oft að leita þangað heldur leitar til mín það sem gamall maður sagði eitt sinn við mig:
Ég hef aldrei blotnað það illilega að ég hafi ekki þornað aftur
var hans speki og hefur hún þótt mér góð. Smá kaldhæðni með kímnigáfu og tilvísun í hlutarins eðli.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2007 | 20:17
Ævintýri í Reykjavíkurferð
Ég lenti auðvitað í smá ævintýri í Reykjavíkurferð minni um síðustu helgi eins og við var að búast. Við hófum laugardagsmorguninn á því að auka hagvöxtinn og skruppum því í Kringluna til að gera smávegis innkaup. Ekki í frásögur færandi svo sem en við vorum komin þar tiltölulega snemma og því auðvelt að finna bílastæði. Bíllinn við hliðina á mér var alveg út við bílastæðislínuna og því ákvað ég að gerast frekur til landsvæðis (eins og við erum í þéttbýlinu, þess vegna þurfti að fara í þjóðlendumálið, munið þið) og tók bara tvö stæði undir mig. Hér fyrir norðan kallast þetta að leggja "a la Snæsi".
Inn fórum við og sinntum hagvaxtarerindum okkar af bestu lyst. Þegar út á bílastæði kom var ekki allt eins og það átti að sér að vera. Einhver hafði tekið Snæsalagningunni frekar illa, svo ekki sé meira sagt og ákveðið að króa mig inni. Hann lagði þá auðvitað þvert fyrir aftan mig þannig að ekki komst ég þá leiðina af bílastæðinu. Algjör snilld, svona á að venja mann af frekjunni. Nú voru góð ráð dýr en auðvitað hélt ég ró minni og skoðaði aðstæður. Svo vel vildi til að fólk í næstu bílum kom mjög fljótlega út og því komst ég nánast strax úr stæðinu mínu án nokkurs teljandi skaða. Þeir sem komu út fannst þó illilega að mér vegið og voru hinir reiðustu við þverlagninguna aftan við mig, vildu jafnvel láta draga hann í burtu hið snarasta.
Ég brosti að öllu saman, bæði vel og lengi. Ennþá broslegra er að þegar ég var farinn þá tók viðkomandi þrjú stæði eða þau sem hann hafði lagt þversum aftan við.
Það sem maður getur lent í.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2007 | 20:43
Þankar um bakþanka
Eins og svo oft áður kíkti ég á bakþanka Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum, gott ef það var bara ekki á föstudaginn var. Þar skrifaði Guðmundur Steingríms sem er ekki í frásögur færandi og las ég pistil hans en oft finnst mér þeir vera góðir hjá honum. Guðmundur finnst mér oft skrifa ágætlega, bæði las og keypti skáldsöguna hans um mannkynssöguáhrifin um árið. Reyndar var sjónvarpsþátturinn hans einn sá versti sem ég hef nokkurn tímann séð, varð næstum því til lengri sjúkrahúslegu þegar ég sá þáttinn. En nóg um það.
Í þessum bakþönkum var Guðmundur að skrifa um kosningakerfið en hann fer frekar hörðum orðum um það skilningslega séð, þ.e.a.s. að hann átti erfitt með að skilja það þrátt fyrir mikla og góða yfirlegu yfir því sem hlýtur að hafa verið ætluð til að setja sig inn í kerfið til að skilja virkni þess. Það mun þó ekki hafa tekist að hans sögn og því hafi það valdið svitaköstum og ógleði á kosninganótt.
Að mínu viti er nú samt frekar einfalt að skilja grunnvirkni viðkomandi kerfis. Það er kannski eins gott að Guðmundur varð ekki þingmaður þegar upp er staðið ef þetta vafðist svona fyrir honum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)