Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sammála

Ég styð stækkun friðlands í kringum Thjórsárver heilshugar og hvet menn til að beita sér til thess að svo geti orðið.
mbl.is Skora á iðnaðar- og fjármálaráðherra að lýsa stuðningi við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt

Loksins er thetta mál thá komið á hreint og hægt að ráðast í gerð vegarins en hann mun bæta all verulega aðgengi ferðafólks að fjølsóttum ferðamannasvæðum.

Og thó fyrr hefði verið.


mbl.is Sveitarstjórnin ákaflega ánægð með Dettifossveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt

Ég er sammála fyrri hlutanum a.m.k. hjá Ingibjørgu Sólrúnu að thessu sinni. Thad er um að gera að fara í thessi mál með nálægum frændum okkar og losa að sama skapi bøndin á tehssu sviði við Bandaríkjamenn. Thetta er okkur í hag og ekki síður frændum okkar dønum og norðmønnum. Svo er bara að vinna áfram að ennthá frekara samstarfi thessara thjóda.

Thetta er gott mál.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Eðlilegt að gera samkomulag við Norðmenn og Dani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð dagsins

Ég læt eftirfarandi fara á frummálinu og finnst thad eiga vel við en thetta er tekið úr oddagrein Dimmalætting.

"Eingin dagur er eins. Tað er ikki ein sjálvfylgja, at ein dagur gongur so, sum vita frá morgunstundini ella frá deginum fyri høvdu hugsad okkum, hava stungið út í kortið ella sett krissar útfyri í kalendaranum.

Tað er heldur ikki ein sjálvfylgja, at fiskurinn svimur í hvanum ella fuglarnir sveima omanfyri okkum.

Vit halda okkum hava "tjekk" uppá tað heila. Men gloyma, at soleiðis er tað ikki.

Ikki fyrr enn álvarsligar hendingar, sjúka og vanlukkur eru okkum fyri, noyðast vit steðga á eina løtu.

Vit halda okkum ikki hava stundir til nakað sum helst. Dagarnir røkka ikki til. Men tað skulu teir. Og stundir, tað eiga vit at hava. Hava vit tað ikki, mugu vit geva okkum stundir til at steðga á og vera takksom fyri tað, vit hava."

Svo mørg voru thau orð og fanga svo margt á ekki langri ævi manns. Annars er thad helst að frétta að ég á í smá vandræðum með að skipta úr dønskunni í færeyskuna en thad kemur. Tollarinn skyldi mig a.m.k. vel í morgun.


Ekki seinna vænna

Thad er ekki seinna vænna að skila thessu inn thar sem fresturinn rennur út um dádegisbil á morgun.

En skildi thad vera nóg að birta bara listana eins og maður gat skilið fyrri part fréttarinnar?

Og hvernig er með Íslandshreyfinguna, er allt klárt á theim bænum?

Voðalega getur maður dottið út úr hlutunum thó maður hafi bara verið úr sambandi í hálfan sólarhring.


mbl.is Gengið frá lausum endum vegna framboðs Baráttusamtakanna í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin

Í upphafi ber að thakka góðar ferðaóskir okkur til handa, kærar thakkir øll.

Og auðvitað er lyklaborðið á Færeysku og eru menn bara beðnir að virða thað. Stelpurnar voru alveg á heimavelli í ferjunni og engin sjóveiki í gangi. Reyndar var Eyhildur lengi að sofna og svo var auðvitað snilld að sjá hana stíga ølduna svona nýlega farna að ganga. Ekki fannst theim barnaleikvøllurinn sístur og undu sér vel og lengi thar, utan Anitu.

Svo thegar við fórum frá borði í morgun fengu mæðgurnar thá snilldarhugmynd að fara landganginn í stað thess að fara með mér í bílnum. Allt í lagi með thad nema thegar til átti að taka var theim tjáð að sýna thyrfti miðana til að komast frá borði. Úps, snúið niður á bíldekk hið snarasta. Miðarnir voru teknir af mér á Seyåisfirði, sagði ég. Hvernig komust við thá í land? He he, en thad gekk og thetta skyndilega panikk búið snøgglega.

Thegar í land kom tók síðan við erfið ferð um thrøngar gøtur á gististað okkar en sú ferð gekk reyndar ákaflega vel.

Annars finnst mér húsin hérna ákaflega fjølbreytt og falleg mørg hver. Thad er svona thad fyrsta sem ég tek eftir.

Nóg að sinni, meira seinna.


Loksins

Þá er loksins komið að því að maður fari í smá ferðalag en fjölskyldan ætlar að skreppa aðeins til Færeyja í smá frí. Og nú er verið að leggja í hann héðan úr Reykjadalnum en auðvitað er farið með Norrænu en hún siglir klukkan fimm í dag.

Ég reikna nú fastlega með því að það heyrist samt sem áður reglulega frá manni í ferðalaginu en kannski ekki eins ört.

Það held ég.


Getur það verið?

Þetta er nú eitthvað sem maður verður að kynna sér nánar. Getur það verið að áfengislöggjöf okkar Íslendinga sé svona góð miðað við aðrar þjóðir í heiminum og þá hvernig. Ætli það sé þá nokkuð þörf á því að gera róttækar breytingar á þessari löggjöf?

Athyglisvert mál.


mbl.is Almenn áfengislöggjöf ein sú besta hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupfélag Skagfirðinga

Það var í fréttum núna í gær held ég að Kaupfélag Skagfirðinga hafi skilað hagnaði sem aldrei fyrr á síðasta rekstrarári og er það vel. Kaupfélagið stendur sterkum fótum og er kjölfesta atvinnulífs í Skagafirði ásamt því að styrkja ýmsar hliðar mannlífs þar.

Ég hef áður talað hér um "sáttmála til sóknar", þar sem skólastarf í Skagafirði er styrkt myndarlega af KS. Það nýjasta sem ég hef upplýsingar um er að KS hafi styrkt starf Félags eldri borgara í Skagafirði um einar tíu milljónir nú um helgina. Það er ekki annað hægt en að hrósa Kaupfélaginu fyrir hve vel það leggur til samfélagsins.

Vel gert KS og til hamingju með styrkinn Félag eldri borgara í Skagafirði.


Menntakerfið okkar

Undanfarna mánuði hefur verið í gangi vinna við endurskoðun á menntakerfi okkar Íslendinga á grundvelli hins svokallaða tíu punkta samkomulags KÍ og menntamálaráðuneytisins. Í dag er síðan frétt á RÚV um afurð vinnunnar og verð ég að segja að það er ákaflega athyglisverð frétt.

Það er ekki síður athyglisverð lesning sú skýrsla sem starfshópurinn skilar af sér og fylgigögn hennar. Í framhaldinu væri óskandi að allir málsaðilar gætu komið sér saman um framhaldið á grundvelli þessarar vinnu og náð þannig að færa menntakerfið aðeins fram á við og upp úr því hjólfari sem það hefur á köflum verið. 

Of miklum tíma hefur verið eytt í eitthvað sem engu máli skiptir og á meðan sitja raunveruleg úrlausnarefni á hakanum og framþróun verður í skötulíki.

ps. ýmislegt tengt efni á sérstöku vefsvæði menntamálaráðuneytis varðandi 10 punkta samkomulagið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband