Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.4.2007 | 14:24
Ánægjulegt
Það er verulega ánægjulegt að fá þessa muni hingað heim til vörslu í Þjóðminjasafninu og verður maður að vera sammála því að fengur sé að þessum munum fyrir það.
Hafi Nordiska museet hið Stokkhólmska allar þakkir fyrir.
![]() |
Íslenskir fornmunir frá Svíþjóð á Þjóðminjasafnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 20:43
Grettir dagsins
Svona í tilefni kosningabaráttunnar. Vilja ekki allir líta út fyrir að vera ákaflega vel að sér og með svör við öllu.
23.4.2007 | 16:54
Líklegast
![]() |
Ólíklegt að prinsessan fái tískunafn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 19:57
Látum hendur standa fram úr ermum
Nú hefur Íslandshreyfingin lokið mönnun fimm efstu sæta á framboðslistum sínum í öllum kjördæmunum sex. Það þýðir að komnir eru 30 á framboðslistana af 126 sem þar eiga að vera. Held reyndar að það hafi fallið úrskurður í félagsmálaráðuneyti að framboðslisti sé gjaldgengur þó á honum séu aðeins helmingur tilskilins fjölda, þ.e. jafn margir og kosnir eru. Það átti að vísu við um sveitarstjórnarkosningar.
En, þetta þýðir að tæpir fimm sólarhringar eru til stefnu við að fá þá 96 á listana sem upp á vantar ennþá.
Menn hljóta nú samt að vera búnir að vinna eitthvað í þeim málum þó þetta hafi birst svona og verði því ekki vandræði þegar á þarf að taka en óneitanlega fylgist maður nánar með því eftir því sem nær dregur lokum á framboðsfrestinum.
ps. Suðurkjördæmi er eina kjördæmið þar sem kominn er fram framboðslisti með tilskyldum fjölda frambjóðenda.
![]() |
Hörður Ingólfsson í fyrsta sæti Íslandshreyfingarinnar í NA-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007 | 11:55
Bara eitt í þessu tilefni
Ég er hlynntur því að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi sér stað í vissum tilvikum en ekki í of mörgum málum. Ef slíkt yrði uppi á teningnum held ég að kosningarétturinn geti rýrst um of. Mér finnst varpa ágætu ljósi á þetta atriði kaflinn um beint lýðræði í bók Gunnars Helga Kristinssonar, Íslenska stjórnkerfið (bls. 27, annars er bókin í heild sinni góð lesning).
Annars dettur manni í hug að mikilvægustu lögin sem samþykkt eru á hverju þingi séu fjárlögin og ætti þá ekki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um þau hverju sinni. Heldur yrði útfærsla þess flókin er maður hræddur um.
Þetta er fín lína og um að gera að ræða það af alvöru og án fordóma en þá þarf líka að taka alla anga þess inn í þá umræðu.
![]() |
Hvenær á þjóðin að kjósa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 13:15
Og Einstein hafði rétt fyrir sér
21.4.2007 | 11:10
Ekki farið varhluta af því
Alveg hefur maður orðið var við þessa snjókomu í nótt og dag. Það hefur snjóað ótrúlega mikið á ekki lengri tíma, eiginlega allt á kafi.
Svo var maður það bjartsýnn í gær að sumardekkin fóru undir. Þá var auðvitað talað um það á verkstæðinu að ég væri sá sem ætti að setja nagladekkin undir á vorin og sumardekkin undir á haustin til að redda veðrinu.
En þrátt fyrir snjóinn er veðrið milt og gott.
![]() |
Rigning, slydda og snjókoma á landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 09:38
Einn léttur
Hér kemur einn léttur í tilefni snjóþyngslanna í dag.
Á landsfundi Samfylkingarinnar á dögunum heyrðist hátt og skýrt frá einum frambjóðandanum af sviðinu þegar þeir voru kallaðir þar upp: Samfylkingin er svarið. Þá mun hafa heyrst í Jóni Baldvin sem staddur var nærri sviðinu: ef Samfylkingin er svarið þá hefur spurningin verið út í hött.
Þessi er eins og Árna Johnsen brandarinn tekinn úr gulu bókinni og uppfærður til raunveruleika dagsins.
20.4.2007 | 21:14
Víðar en á Íslandi
20.4.2007 | 12:47
Áhyggjur landsbyggðarinnar
Ég held að landsbyggðarfólk og aðrir sem vilja byggja upp búsetu á landsbyggðinni, á hvaða hátt sem er, þurfi að hafa meiri áhyggjur af eftirfarandi viðhorfum heldur en tilfærslu flugvallarins um nokkra kílómetra innan höfuðborgarinnar.
Íslendingar eiga að búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er ódýrast og hagkvæmast. Við þurfum ekki lengur verstöðvar við ströndina. Fiskurinn er verkaður um borð eða settur á fiskmarkaði við Faxaflóa. Það er dauðadómur yfir stofnun að senda hana út á land, samanber Byggðastofnun á Króknum og Landmælingar á Akranesi. Ekkert vit er í að hafa háskóla úti um allar trissur. Þar myndast ekki akademískt andrúmsloft. Enda helzt fólk ekki við í plássum án þess að væla um skort á álveri, olíuhreinsistöð, háskóla og svo framvegis, allt á kostnað ríkisins. Ódýrara er að flytja fólkið suður. Hér er nóg pláss fyrir alla.
Þetta innslag er tekið af vefnum http://jonas.is/ og sjálfsagt flestir búnir að sjá þetta. Þarna er í raun slegið á allt sem menn vilja viðhafa til uppbyggingar og styrkingar búsetu í landinu öllu og öllum stefnt á suðvestur hornið. Hugnast mér ekki og getur ekki verið heilli þjóð hollt.