Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.11.2007 | 00:11
Ekki alveg ófyrirséð
Það er svona tæplega að þetta sé frétt verður maður að segja. Ég held að það hafi verið svo mörg seinustu árin að það þarf að minnsta kosti að leita að einni rjúpnaskyttu á fyrsta degi veiðitímabilsins og maður er sko ekki svikin þess í ár. Eina spurningin er hvenær á fyrsta sólarhringnum útkallið komi.
Það mætti setja það á lengjuna meira að segja á hvaða tímabili það sé.
![]() |
Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2007 | 22:15
Stóru fiskarnir
Hvað ætli gerist þegar stóru fiskarnir í litlu tjörnunum lenda svo í stærri tjörn?
Jú þeir verða litlir fiskar í stórri tjörn og missa slagkraft sinn að nokkru leyti. Þess vegna vilja þeir vera áfram í litlu tjörnunum sínum til að halda í stærðarímynd sína og allt sem því fylgir.
Spáið í það.
28.10.2007 | 23:48
Athyglisverður þáttur
21.10.2007 | 22:10
Spurning dagsins
Eru allar nætur jafn langar eða eru þær mismunandi langar eftir árstíma og þar með stöðu himintunglanna?
Spáið í það.
11.10.2007 | 22:24
Kaldhæðni örlaganna
Það er svolítil kaldhæðni af hálfu örlaganornanna að eitt af síðustu opinberu störfum Vilhjálms fráfarandi borgarstjóra skyldi vera við afhjúpun friðarsúlu Yoko Ono. Manni sýnist nú ekki að hann hafi setið í algjöru friðarliði í eigin flokki síðustu dagana og all verulega lítur nú út fyrir að hann hafi fegnið að kenna á breiðu spjótum þeirra þegar tækifæri gafst til.
Annars hefur manni fundist það vera að gerast síðustu vikurnar að Vilhjálmur væri að missa stuðning innan eigin flokks hægt og sígandi en vera jafnvel á uppleið í áliti utan hans. Þeir sem með honum sitja í Sjálfstæðisflokknum skynjuðu minnkandi fylgi hans innan flokksins og fundu að nú var lag að velta bátnum aðeins og athuga hvort karlinn í brúnni myndi ekki blotna aðeins. Ég tel það hafa tekist all hressilega og líklega það vel að Vilhjálmur kallinn fer líklegast fljótlega af bátnum til að fara í þurr föt og ætli verði þá ekki ráðið í plássið hans á meðan.
![]() |
Vilhjálmur verður borgarstjóri fram á þriðjudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 20:29
Einfalt mál eða?
Í sjálfu sér finnst mér þetta vera einfalt mál þó svo að flækst hafi ótrúlega á stuttum tíma.
Mér finnst það ekki vera einhver lausn að selja hlut Reykjavíkur í hinu nýja fyrirtæki, hreint ekki. Ég tel að svo eigi ekki að gera heldur halda áfram í þessu verkefni með þátttöku borgarinnar sem hefur margt fram að færa í þessum efnum með þekkingu í þeirri, sem býr í starfsfólki hennar í þessum geira.
Það á hreinlega ekki að fara að heimfæra kaupréttarsamninga á þetta svið, það finnst mér einnig vera algjörlega kristaltært.
Samruni þessara tveggja orkufyrirtækja hefði átt að vera betur ræddur áður en hann helltist yfir fólk þar sem orsakir og afleiðingar hefðu verið algjörlega uppi á borðinu og til umræðu fyrir opnum tjöldum eins og hægt væri.
Og í síðasta lagi þá sé ég ekki alveg tenginguna frá þessu máli yfir í einhvern formannsslag í Framsóknarflokknum eins og einhverir hafa verið að láta í veðri vaka. En að því sögðu að ef menn vilja fara í þá umræðu þá á að gera það hreint og beint og ég veigra mér síður en svo við að taka þátt í henni.
![]() |
Sátt meðal sjálfstæðismanna þrátt fyrir trúnaðarbrest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2007 | 23:15
Alveg makalaust
Alveg er það merkilegt hvernig fjölmiðlakálfarnir í samfélaginu hérna hjá okkur sprengja allt upp í hæstu hæðir þegar eitthvað rétt svo lafir út úr gúrkutíðinni. Síðan er allt saman gleymt og grafið tveimur dögum eftir að óveðrinu hefur verið hleypt upp í kringum þá.
Veit einhver hvað var verið að fjalla um í fjölmiðlum fyrir viku síðan og hverjir voru í sviðsljósinu þá?
Hvað varð um almennilegar fréttaskýringar og leitina að sannleikanum?
Ég krefst meiri fagmennsku og yfirvegunar af þeim aðilum sem telja sig vera best fallna til að að fara með hið svokallaða fjórða vald samfélagsins. Völdum fylgir ábyrgð.
2.10.2007 | 20:27
Jahérna hér
Fyrir nokkrum vikum sótti ég um starf eitt eftir að hafa skoðað það og litist vel á. Starfið var staðsett á höfuðborgarsvæðinu og þegar frá leið og ég hafði ekkert heyrt neitt um það var ég búinn að afskrifa það. En svo einn daginn var hringt í mig og ég boðaður í starfsviðtal. Auðvitað var ég tilbúinn í það og spurði hvar og hvenær það væri. Á morgun klukkan fjórtán tuttugu var svarið. Einhverjar vöfflur komu á greinilega á mig þar sem fresturinn sem mér gafst var í styttri kantinum að því að mér fannst, eða innan við sólarhringur, þannig að í símanum var spurt hvernig mér litist á það. Er eitthvað annað í boði spurði ég bjartsýnn en svarið var sutt og laggott "nei". Ég mæti sagði ég þá snöggt og áleit að ég hefði bjargað mér úr stærri vítum en þessu um ævina.
Ég gat svo með miklum og góðum skilningi vinnuveitanda míns fengið frí daginn eftir til að sinna þessu en hitt fannst mér verra að með svo stuttum fyrirvara voru auðvitað öll ódýrari flugfargjöldin búin þannig að ferðin kostaði mig u.þ.b. 25 þúsund krónur. Ég ákvað að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og lét mig hafa það.
Þegar ég kom svo í viðtalið daginn eftir var vel á móti mér tekið af þeim tveimur einstaklingum sem tóku viðtalið. Mér var boðið sæti og svo glugguðu þessir tveir einstaklingar sem sátu á móti mér í skjölum sínum. "Þú kemur já alla leið frá Laugum, við hefðum nú getað gert þetta í gegnum síma". Mér var öllum lokið í smá stund. Já auðvitað hefði það verið hægt ef menn hefðu kannski áttað sig á því fyrr og undirbúið sig fyrir þetta. Fleiri setningar og spurningar út í gegnum þetta rúmlega hálftíma viðtal undirbjuggu mig undir það sem seinna kom svo í ljós að starfið fékk ég ekki.
Það held ég.
28.9.2007 | 23:07
Athyglisvert
![]() |
REI hyggst verja níu milljörðum til jarðvarmaverkefna í Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2007 | 20:54
Hin mannlega grimmd
Sagt hefur verið að sagan endurtaki sig og gangi í hringi og ég held hreinlega að það sé rétt. Hin mannlega grimmd sem brýst út í stórum stíl í niðurlægingu og útrýmingu annarra manneskna við ákveðnar aðstæður hafa birst okkur í gegnum tíðina allt fram á þennan dag en samt er reynt að láta fólk ekki gleyma.
Skoðið þessa grein á vef BBC og síðan myndaalbúmið sem fjallað er um í henni. (Annað tengt albúm)
Hvernig væri nú einu sinni að láta sér að kenningu verða?