Færsluflokkur: Bloggar

Nýjasti ísinn í Danmörku

Nýjasti ísinn í Danmörku er kúluís. Og heitir Nørrebro-ísinn. Þú mátt sjálfur velja hvað margar kúlur þú vilt.

Der er kommet en ny is på markedet. Den hedder Nørrebro-isen. Du må selv vælge hvor mange kugler du vil have

Svartur húmor sem þeir eiga aðeins af en annars eru frændur vorir oðnir frekar þreyttir á þessum málum.


Lag útrásarvíkinganna svokölluðu?


Spurning um að koma út

Er einhver sem gæti hugsað sér að nota inneign hjá Iceland Express, svona rétt áður en það fer á hausinn?

Annars brenn ég líklegast inni með hana.


Heilræði dagsins

Ef þú ætlar að segja Dönum frá bolludeginum þá skaltu vera með það alveg á hreinu hvernig þú ætlar að gera það.

Skýr og skorinorð frásögn og alls ekki hvernig allir í fjölskyldunni bolla hvern annan.

Þá verður upplitið á þeim áhugavert svo ekki sé meira sagt.


Gullna hliðið

Getur einhver sagt mér meira um "gullna hliðið" í Reykjadalnum?

And the vetting continues

vettingHann er svo bjartsynn McCain ad nu er hann farinn ad velja ser rikisstjorn.

Snilld.

Thar fyrir utan var raeda Palin god i gærkvøldi, thad er bara ekki nog.


Danir brúaróðir

Færeyingar hafa göngin sín en ég held að Danir séu brúaróðir. Þeir hættu reyndar við brúna frá Jótlandi yfir til Sjálands, yfir kattegat nýverið en það var bara til að geta byrjað á næstu.

Nú á að byggja brú til þýskalands frá Lálandi og stytta þannig ferðatímann milli Kaupmannahafnar og meginlands Evrópu eitthvað, ekkert svo verulega samt.

Femern brú heitir fyrirbærið, verður einir 20 km á lengd og opnar 2018 en skrifað var undir Femernsamninga þessa efnis í morgun. Kostnaður uppá 32-40 milljarða danskra króna og slagar hátt í kostnað við bæði Stórabeltis- og Eyrarsundsbrúna. Og allt þetta fyrir 5-6000 bíla á dag í umferðarþunga, miðað við sumar spár a.m.k.

En það eru skiptar skoðanir um þetta eins og flestar stórframkvæmdir og sumir vilja meina að Stórabeltisbrúin borgi Femernbrúna þegar upp verður staðið.

En brúin er flott að sjá á myndum og reyndar finnast mér brýr vera flott mannvirki yfir höfuð, sérstaklega hengibrýr af einhverju tagi.

 


Full grimmt fyrir minn smekk

Ein af sterkari fréttum liðinnar viku hér í Danmörku var af fóstureyðingu hjá ungri konu. Það er svo sem ekkert nýtt að menn hafi misjafnar skoðanir á fóstureyðingum, jafnt hér sem annars staðar.

Ég hélt í fyrstu að málið snérist um að hve ströng mörgum finnst fóstureyðingarlögin vera og tími kominn á heildarendurskoðun þeirra, en svo var ekki nema að hluta. Málið var að konan hafði farið í fóstureyðingu til Englands eftir að í ljós kom að fóstrið var með fötlun. Hún var þá einnig komin lengra á meðgöngunni en lög leyfa fóstureyðingu á hér í landi. Þó er hægt að fá leyfi í undantekningartilfellum ef aðstæður eru fyrir hendi.

Málið er að fötlun fóstursins var að það vantaði annan framhandlegg á það og það var parinu næg ástæða til fóstureyðingarinnar.

Hun fik ved ultralydsscanningen i 20. uge besked på, at hendes barn manglede en underarm, og efter grundige overvejelser besluttede hun sammen med sin kæreste, at hun ville have en abort.

Og eftir að hafa fengið synjun um undanþágu þá fóru þau hreinlega til Englands og fengu aðgerðina framkvæmda þar. Nú er þetta mál komið til dómstóla og væntanlega mikla umfjöllun á næstu vikum.

Ég er í sjálfu sér ekki á móti fóstureyðingum ef fullar ástæður eru til en þarna finnst mér parið hafa gengið allt of langt og í raun ekki haft neinar gildar ástæður fyrir gjörningi sínum.


Ég sá Elvis í dag

Hann hafði misst nokkur kíló og var með danskan hreim. Svo var líka einn með kontrabassa með honum.

Hann hefur átt betri daga en ég var svo sem aldrei hrifinn af Elvis.


G-varan grín

Hann hafði alla burði til að vera verulega góður þátturinn með gömlu gríninnslögunum hjá RÚV á laugardagskvöldið.

Og hann var það á köflum, góðum köflum meira að segja.

En það sem eyðilagði þáttinn var kynningarliður hans á milli gömlu innslaganna. Það var úr hemju fram leiðinlegt og þess valdandi að maður gafst upp á að horfa.

En nú má RÚV fara að sýna allt efni sitt aftur og þá gæti þetta horft til betri vegar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband