9.5.2007 | 13:37
Já er það?
Samkvæmt mínum heimildum, og ég tel þær þokkalega traustar, þá er Stóri Sam að taka við Newcastle núna á allra næstu dögum.
Ég held að staðan sé sú og menn hafi ekki trú á því að Sven virki í ensku úrvalsdeildinni.
![]() |
Eriksson langar að taka við Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.5.2007 | 13:01
Komin heim
Jæja, þá erum við komin heim úr okkar annars ágætu Færeyjaferð. Við fórum frá Þórshöfn seinnipartinn á mánudaginn og komum síðan til Seyðisfjarðar í gærmorgun. Frekar vont var í sjóinn að því að mér fannst, hvasst og þónokkur ölduhæð. Salbjörg sagðist vera ringluð, Anita var sjóveik en litla dýrið (Eyhildur) hljóp um allt var bara í matar- og leikhugleiðingum.
Svo vorum við tiltölulega snögg í land þegar lagst var að, vorum kominn af stað til Egilsstaða um klukkutíma eftir að lagst var að bryggju. Ég gerðist skáti í smá tíma því ég hjálpaði eldri hjónum að finna bílinn sinn á bíldekkinu en gerði samt ekki neitt í raun en uppskar þvílíkar þakkir samt sem áður. Gaman að því.
Stoppuðum svo smá á Egilssöðum í Ranavaðinu hjá Gógó en komum svo heim um hálf þrjú í gær. Leiðin lá síðan á Húsavík á fund seinnipartinn og maður er þannig strax kominn í fullan gír um leið og heim er komið.
8.5.2007 | 20:54
Sniðugt
Þeir eru alveg einstakir þessi grey. Geta ekki sett sig í samband við umheiminn á þessu sviði en þykjast svo vera heimsveldi á hæsta klassa.
Þar fyrir utan er ég alveg þokkalega ánægður með þessa niðurstöðu, ég tel mig vera ötulan baráttumann þess að fólk fái að vera öðruvísi. Það er einhvernveginn svo óskemmtileg tilhugsun að allir og allt sé eins. Það er jú nóg til af þessu normala fólki þannig að ég og hinir verða að fylla flokk þeirra sem eru öðruvísi.
![]() |
Pint" af öli bjargað á Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 22:57
Fallegur staður
Nú høfum við dvalið í Runavik í thrjá daga í ákaflega góðu yfirlæti og vorum síðan leyst út með gjøfum í dag. Við fengum að gjøf ákaflega fallegt málverk héðan úr Færeyjum og vøldum eitt af Tjørnuvík. Versta við thetta var að thad var svo erfitt að velja á milli theirra verka sem okkur stóðu til boða en thau voru bæði mørg of falleg. Okkur leist vel á okkur í Runavik, notalegt og fallegt og stórkostlegar móttøkur.
Nú erum við komin aftur til Havnar og verðum hér fram á mánudag thegar haldið verður heim. Gott mál. Stelpurnar blómstra og Salbjørg vildi meira að segja vera eftir í Runavik (Reyndar var hundur á staðnum og thegar hún mátti ekki vera eftir thá vildi hún fá hundinn með heim).
Meira seinna.
3.5.2007 | 10:23
Áframhaldandi uppbygging
![]() |
Bláa lónið bauð hæst í Baðfélag Mývatnssveitar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 10:04
Algjør snilld
Áttum reyndar að vinna í venjulegum leiktíma en thad er bara sætara að hafa svo unnið í vítakeppninni. Algjør snilld að sjá viðtøl við JM eftir leik.
Frábært, svo er bara að fá Man. Utd. í úrslitum.
![]() |
Gerrard: Ótrúlegt að hafa endurtekið leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2007 | 09:58
Salbjørg skemmtir sér
Við fórum aftur í sund seinnipartinn í gær og thad sem Salbjørg skemmti sér vel. Hún uppgøtvaði støkkbrettin og fannst alveg óendanlega gaman að støkkva og støkkva og støkkva. Skríkjandi af gleði og thumallinn upp í hverri ferð. Gaman af henni. Annars er Eyhildur thannig í sundferðum að hún heilsar upp á alla sem hún sér og finnst alveg jafn gaman og Salbjørgu í sundinu.
Núna ætlum við að gefa øndunum brauð og heilsa upp á páfuglana sem halda fyrir mér vøku allar nætur og rølta síðan um hverfið sem við erum stødd í. Á morgun førum við síðan til Runavíkur (og kanski og Eyði) og ætlum að vera thar í tvo til thrjá daga. Svo er aldrei að vita nema maður sjái eins og einn fótboltaleik í kvøld hér í Thórshøfn milli HB og EB/Strand.
Annars bara mjøg gaman fyrir utan smá kvef.
30.4.2007 | 21:58
Einn sá besti
Sammy er einn sá besti í boltanum hvað varðar thjálfun og meðhøndlun liða og leikmanna á theim grundvelli. Svo er spurningin hvort thad nái almennilega yfir í starf stjórans en hann hefur nánast ekkert verið í theim sporum thannig séð. Thad getur nefnilega verið bísna stórt skref thar á milli og gjáin djúp.
En mitt álit á honum er álíka mikið og sett er fram hjá thessum ágæta Bolton manni sem fréttin er høfð eftir.
![]() |
Sammy Lee er betri en Sam Allardyce |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2007 | 21:15
Rólegheitadagur
Dagurinn í dag var svona nokkurn veginn rólegheitadagur. Við byrjuðum á thví að fara í annan kirkjugarðinn hér í Thórshøfn (tahnn yngri) og vorum smá stund thar. Síðan røltum við aðeins um miðbæinn, fundum pósthús og settum øll póstkortin í póst (nema til Gunnu og HB thar sem ég veit ekki heimilisføngin theirra). Sáum málverkasýningu thar og fórum svo reyndar inn í eitt gallerí í miðbænum. Sá nokkur góð og keypti næstum eitt en ákvað svo að láta thad bíða betri tíma.
Eftir hádegið var svo farið í SMS verslunarmiðstøðina en að mati Salbjargar var aðalatriðið thar að kaupa handa henni ísinn sem hún var búin að biðja um frá thví hún vaknaði í morgun. Að auki fékk hún líka bangsímon úr thannig að næsta vers er að kenna henni á klukku. Fórum svo í bókabúð thar sem við keyptum helling af bókum, barnabækur og ljóðabækur og ég veit ekki hvað. Svo var verslað í matinn á mettíma, hef aldrei séð Anitu fara svona hratt í gegnum búð áður. Venjulegast er hún thangað til lokað er.
Eftir kaffið var síðan farið í Swimmjihøllina í Gundadali. Thar færðu svo bara að vera visst lengi ofaní en thá heyrist í kallkerfinu "drengir ví blåum bøndum skal fara upp núna". Snilld.
Síðan skemmti ég mér auðvitað konunglega yfir nøfnum og málinu hérna. Ég gat til dæmis ekki keypt mér mjøg svo nauðsynlegar auka gáfur í gávubúðinni heldur bara gjafir auðvitað. Svo velti ég thví fyrir mér í morgun thegar ég sá fjórða bílinn fara yfir á rauðu ljósi hvort thad thíddi ekki thad sama hér og heima.
Meira seinna.
29.4.2007 | 20:23