Já er það?

Samkvæmt mínum heimildum, og ég tel þær þokkalega traustar, þá er Stóri Sam að taka við Newcastle núna á allra næstu dögum.

Ég held að staðan sé sú og menn hafi ekki trú á því að Sven virki í ensku úrvalsdeildinni.


mbl.is Eriksson langar að taka við Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Held að Newcastle hafi annað við peningana að gera en að eyða þeim í Sven.

Að öðru Ragnar, sóttiru allt þetta Framsóknarfylgi til Færeyja? Það skiptir engum togum þegar þú kemur heim þá rýkur fylgið upp 

Kv. 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.5.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Já þetta rýkur upp þegar ég helli mér í slaginn á ný. Annars er ég hóflega trúaður á þessar kannanir eins og fram hefur komið hjá mér, þær gefa vísbendingar. Þó er eitt nýtt í þessari og það er að fleiri taka afstöðu af þeim sem næst í en annars eru sveiflurnar of miklar á of stuttum tíma. Held samt að þetta sé uppsafnað tveggja daga hjá Gallup.

Ragnar Bjarnason, 9.5.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er mikið rétt að þetta er mjög sveiflukennt. Virðist samt vera tendens í þessa áttina hjá Framsókn eftir 8 prósentin fyrir helgi. Sést líka í Félagsvísindastofnunar könnun Stöðvar 2 að fylgið var amk. ekki komið á hreyfingu fyrir og eftir helgi. Verður gaman að sjá Gallup á morgun hvort að þetta heldur.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 9.5.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin heim í þitt græna hérað, gangi ykkur vel um helgina  kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Þakka þér kærlega fyrir Ásdís, mikils metið.

Ragnar Bjarnason, 9.5.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband