Hellt úr auglýsingaskálunum í Nevada

Hér má sjá þrjár nokkuð sterkar auglýsingar frá Barack Obama sem sýndar eru núna í Nevada þar sem forval fer fram á morgun.

Mér finnst þessar auglýsingar nokkuð góðar en slagurinn er harður og föst skot hafa gengið á milli Clinton og Obama undanfarið þar sem Hillary hefur nokkuð ákveðið notað Bill í sinni baráttu.

Nokkuð ljóst að þau draga streklega fram það sem skilur þau að. Hillary notar reynslu sína sem agn en Barack einbeitir sér að því að sýna fram á að hann geti breytt hlutunum. (og hér verður að koma hlekkur á eina "semi" auglýsingu frá Clinton)

Annars hefa orðið mjög miklar breytingar á fylgi þeirra í skoðanakönnunum síðasta mánuðinn sérstaklega þar sem Obama hefur sótt verulega á. Skemmtilegt að skoða það nánar þar sem kannanirnar eru greindar nokkuð vel niður eftir hinum ýmsu þáttum. Skoðanakannaumræðan hefur snúist dálítið um að þær séu ómarktækar þar sem þær eru gerðar á landsvísu og þar með hafi þær ekkert forspárgildi um einstök ríki en aðrir segja þær hafa mjög mikið að segja fyrir kosningarnar 5. febrúar því að þann dag kjósi ein 22 ríki og þá sé nánast um að ræða kosningu á landsvísu.

Verst er að ég kemst varla yfir að innbyrða allar þær upplýsingar sem ég næ í varðandi þetta. Þetta er því alvöru grúsk að mínu skapi.

Það held ég.

ps. Spái því að Obama vinni með nokkrum prósentum á morgun og Clinton verði frekar svekkt með niðurstöðu sína því hún verði verulega undir væntingum og Edwards verði sterkari einnig en margir eiga von á. (Þetta gæti líka litið illa út á sunnudag eins og þetta með Thompson hjá mér á miðvikudaginn).


Er þetta ekki að nálgast þjóðarmorð?

Það fer nú að nálgast það að hægt sé að kalla aðgerðir Ísraelsríkis gagnvart Palestínumönnum þjóðarmorð þó vissulega sé það sterkt. En í raun er það ekkert annað. Ísrael hefur allt í hendi sér gagnvart þeim, allar aðflutningsæðar á nauðsynjum og þegar skorið er svona á þær bíður ekkert annað en hungurmorð heilli þjóð Palestínu. Og þetta er gert algjörlega í skjóli Bandaríkjanna.

Svona lagað á ekki að líðast og alþjóðasamfélagið á að ganga inn í þessi mál og stöðva þennan gjörning og leysa síðan málið.

Ef það verður ekki gert koma skyldir aðilar Palestínumönnum til hjálpar og allsherjar styrjöld brýst út og hver veit hversu víðtækt það verður. Það verður ekki horft uppá þetta lengur.

Nú er nóg komið.


mbl.is Aðgerðir Ísraela gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ákvæmlega

Það er einmitt eftir lélegan leik sem maður hefði haldið að möguleikarnir á því að bæta sig séu mestir. Svo lengi sem einhver geta er fyrir hendi.
mbl.is Í gjörsamlega vitlausum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndasafn af stelpunum

Hér er hlekkur (http://www.facebook.com/photos.php?id=615926351) á smá myndasafn af þeim stöllum Salbjörgu og Eyhildi fyrir þá sem áhuga hafa á að sjá þær í ýmsum aðstæðum síðustu misserin. Meira að koma þarna inn á næstunni.

Það held ég.


Fall er faraheill

En menn þurfa nú að gera gott betur en þetta eigi lokaniðurstaða okkar í mótinu að vera ásættanleg.
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skynja afsögn

Ég held að ráðningarmálið hans Árna Matt. endi með því að karl greyið þurfi að segja af sér ráðherraembættinu. Þeir þrír sem voru hæfari í starfið fara í mál við hann og ábyrgðin á ráðningunni er nú ráðherrans og það ferli endar síðan á afsögn.

Plottið er síðan auðvitað runnið undan rifjum nafna hans Johnsen og er þá fyrsta sætinu í kjördæminu fullhefnt er það ekki?

Ég veit það ekki.


Repúblikar í Michigan

Örstutt spá fyrir nóttina, ætli maður líti þá ekki frekar illa út í fyrramálið.

Ég held að Fred Thompson komi þokkalega út í nótt og verði þriðji en Romney vinni með svona 3-5% fram yfir McCain.

Það held ég.


Hástökkvari vikunnar

Það var bísna merkilegt að horfa á fjármálaráðherrann í Kastljósinu áðan þar sem hann fékk frekar þægilega meðhöndlun rólegs spyrils. Upp úr stóð hvernig ráðherranum tókst að sjá stórvægileg mistök hæfnisnefndarinnar í dómaramálinu og sigla framhjá þeim með samvisku sína nær eina að vopni.

Það var jú hæfnisnefndin eins og hún lagði sig sem gerði mistök í málinu, það er hæfnisnefndin sem ber ábyrgð á neikvæðri umræðu um embættisveitingu ráðherrans í samfélaginu, það er hæfnisnefndin sem gerði fleiri mistök en að meta ekki ráðherraaðstoðarmannsstarfið rétt í samhengi við héraðsdómarastarfið og það er auðvitað hæfnisnefndin sem kann ekki lagalegt verksvið sitt. En Árna tókst að bægja hættunni frá en situr í staðinn uppi með þessa líka leiðinlegu þjóðfélagsumræður sem er nefndinni um að kenna.

En fyrir utan þetta var viðtalið leiðinlegt, ráðherrann virtist vera illa undirbúinn og illa fyrirkallður og spyrillinnn eins og köttur í kringum heitan graut þar sem vantaði alla beinskeitni í viðleitni við að fá svörin.

En ég spyr að lokum, hvað er það í starfi aðstoðarmanns ráðherra sem gerir það að verkum að viðkomandi aðili hoppar upp um tvo hæfnisflokka og fram fyrir þá tvo aðila sem þar voru fyrir. Væri ekki ráð að einhver málsmetandi og heiðarlegur rannsóknarblaðamaður myndi skoða það alveg niður í kjölinn, svona til að fá það á hreint uppá framtíðarráðningar í stjórnkerfinu að ræða. Mér finnst það vera nauðsynlegri blaðamennska en að finna reykherbergið í Leifsstöð.


Spurning

Er einhverntímann sagt meira en nóg?

Grúsk ársins

Ég sé það liggja ljóst fyrir mér að grúsk ársins hjá mér verður í sambandi við komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ég finn nóg af upplýsingum um forval flokkanna tveggja sem nú er komið á fullt skrið á netinu þar sem hægt er að sjá marga vinkla. Persónulega finnst mér verulega áhugavert að sjá þetta gagnvirka kerfi sem bloggið er og hvernig það er að breyta fréttamennsku að því að mér finnst. Það sem maður staldrar við þar eru "kommentin" sem sett eru inn við fréttir eða greinar en á þeim finnst manni maður geta einhvernveginn lesið meira út hvernig landið liggur almennt en hægt er í mjög knöppum og sterílum fréttum annars.

En það sem mér finnst standa upp úr núna er að menn eru samir við sig í Bandaríkjunum og eru auðvitað búnir að finna samsæri í forvali demókrata í New Hampsire á þriðju/miðvikudaginn var. En það snýst um það í stuttu máli að sjálfvirkar talningavélar haldi með Hilary R. Clinton en þar sem atkvæðaseðlarnir eru taldir í höndum fólks sé Barak H. Obama jöfnum fótum við andstæðing sinn. Kemur ekki á óvart að eitthvað svona skjóti upp kollinum og á örugglega eftir að koma meira í sama dúr.

Eftirköst New Hampsire forvalsins eru hins vega spennandi á þann veg að mikill tími og orka fór í það fyrstu dagana að velta fyrir sér af hverju svona mikill munur var á útkomunni og spánum fyrir fram. Ég sem tölfræðifíkill hef sökkt mér niður í það og fundist áhugavert. Fjalla kannski um það seinna.

Síðan fóru menn þó að fjarlægjast þann sjónarhól og baráttan á milli Clinton og Obama fór í nýjar hæðir með frekar sterkum skotum úr búðum Clinton eins og sjá má hér og hér. Einhvernveginn sá maður það fyrir sér að kynþáttaumræður myndu skjóta upp kollinum í þessu.

En venjið ykkur við að ég skjóti hér inn nokkrum pistlum um þetta efni á árinu.

Það held ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband