Grúsk ársins

Ég sé það liggja ljóst fyrir mér að grúsk ársins hjá mér verður í sambandi við komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ég finn nóg af upplýsingum um forval flokkanna tveggja sem nú er komið á fullt skrið á netinu þar sem hægt er að sjá marga vinkla. Persónulega finnst mér verulega áhugavert að sjá þetta gagnvirka kerfi sem bloggið er og hvernig það er að breyta fréttamennsku að því að mér finnst. Það sem maður staldrar við þar eru "kommentin" sem sett eru inn við fréttir eða greinar en á þeim finnst manni maður geta einhvernveginn lesið meira út hvernig landið liggur almennt en hægt er í mjög knöppum og sterílum fréttum annars.

En það sem mér finnst standa upp úr núna er að menn eru samir við sig í Bandaríkjunum og eru auðvitað búnir að finna samsæri í forvali demókrata í New Hampsire á þriðju/miðvikudaginn var. En það snýst um það í stuttu máli að sjálfvirkar talningavélar haldi með Hilary R. Clinton en þar sem atkvæðaseðlarnir eru taldir í höndum fólks sé Barak H. Obama jöfnum fótum við andstæðing sinn. Kemur ekki á óvart að eitthvað svona skjóti upp kollinum og á örugglega eftir að koma meira í sama dúr.

Eftirköst New Hampsire forvalsins eru hins vega spennandi á þann veg að mikill tími og orka fór í það fyrstu dagana að velta fyrir sér af hverju svona mikill munur var á útkomunni og spánum fyrir fram. Ég sem tölfræðifíkill hef sökkt mér niður í það og fundist áhugavert. Fjalla kannski um það seinna.

Síðan fóru menn þó að fjarlægjast þann sjónarhól og baráttan á milli Clinton og Obama fór í nýjar hæðir með frekar sterkum skotum úr búðum Clinton eins og sjá má hér og hér. Einhvernveginn sá maður það fyrir sér að kynþáttaumræður myndu skjóta upp kollinum í þessu.

En venjið ykkur við að ég skjóti hér inn nokkrum pistlum um þetta efni á árinu.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.1.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband