21.5.2008 | 00:38
Rótburst í Kentucky
Clinton rótburstaði Obama í Kentucky auðvitað. Lætur nærri að það sé 70-30 henni í vil prósentulega séð.
Sigurræða hennar sem fylgir í kjölfarið er frekar flöt, þurr og leiðinleg. Mest finnst mér áberandi hvað hún heldur fast í síðasta hálmstráið, sem sagt Michigan og Flórida. Kjósa aftur eða nota úrslitin sem þar voru í spilunum í upphafi kosningabaráttunnar. Hún talaði um 2200 kjörmanna markið sem er sá fjöldi sem þarf til að sigra séu þessi ríki talin með.
En án Michigan og Florida er Obama búinn að ná meirihluta kjörinna landsfundarfulltrúa, 1627. Það gefur honum aukinn þrýsting á sjálfkjörnu landsfundarfulltrúana í kjölfarið.
Svo er bara að sjá hvort ekki verði svipað burst Obama í vil í Oregon seinna í nótt.
20.5.2008 | 12:12
Áhugavert val á aðstoðarmanni
Val ráðherra og nú þingmanna hefur oftast verið talið til vegsauka fyrir samflokksmenn, jafnvel bitlinga og hefur í sjálfu sér verið það.
Það er því athyglisvert að Einar Már Sigurðarson hefur valið sér Framsóknarmann sem aðstoðarmann sinn.
18.5.2008 | 13:13
Samningar um lok útnefningarslags Demókrata
Það vita það allir held ég að í raun er kominn sigurvegari í prófkjörsbaráttu Demókrata, spurningin er bara núna hvernig verður staðið að því að sigla málunum í höfn þannig að eining og sátt ríki eftirá.
Í Washington Post í dag eru síðan fluttar af því fréttir að það sé hafin sú vinna milli herbúða Clinton og Obama hvernig þetta skuli gert og kraftar sameinaðir til að taka á McCain í haust.
But in small gatherings around Washington and in planning sessions for party unity events in New York and Boston in coming weeks, fundraisers and surrogates from both camps are discussing how they can put aside the vitriol of the past 18 months and move forward
Á fjáröflunarsamkomu í Washington DC í síðustu viku byrjaði þetta ferli og einn þeirra sem þar var staddur sagði að sýna þyrfti fordæmi
"There was a sense that there is an obligation to lead by example."
"You don't go anywhere anymore where there isn't a sense that this is over and this is about how people behave over the next month."
Þetta þarf að takast almennilega því menn þurfa á sameinuðum flokki að halda í kosningabaráttu við Repúblikana í haust og taka verður með í reikninginn að menn hafa lagt allt í baráttuna fram að þessu.
En þetta er í vinnslu greinilega þó talað sé um að láta síðustu prófkjörin 3. júní klárast áður en nokkuð formlegt er ákveðið og tilkynnt.
Það held ég.
18.5.2008 | 12:50
Besta greiningin á Ísraelsræðu Bush
Bestu greininguna sem ég hef lesið um ræðu Bush í Knesset er að finna hér en hún er skrifuð af Chris Cillizza hjá Washington Post. Mjög skýr og hnitmiðuð færsla um það sem máli skipti í henni en hann dregur fram þrjú atriði sem mestu varði.
Í fyrsta lagi þá sé Bush ennþá gríðarlega atkvæðamikill í mótun pólitískrar umræðu í Bandaríkjunum og það þrátt fyrir að hafa ekki mikið fram að færa sem merkilegt þykir í átta ára valdatíð sinni.
Bush's political judgment since 2004 has proved somewhat suspect, but to dismiss his ability to understand and effectively analyze the political landscape could be a mistake on the part of Democrats.
Í öðru lagi að þá er útnefningarferli Demókrataflokksins á enda með Obama sem sigurvegara þess. Það á bara eftir að tilkynna það formlega.
the Democratic presidential nomination race is over. Amid all of the "he said, he said" between Obama and McCain/Bush, the one figure that has been almost entirely absent is Hillary Rodham Clinton. Can you imagine that happening even three months ago?
En síðan í þriðja lagi, sem er kannski það langmikilvægasta varðandi kosningabaráttuna í forsetakjörinu í haust. Það er hvernig Obama bregst við skotum frá Bush og McCain í framhaldinu. Hann fór ekki á undan í flæmingi heldur tók á þeim félögum með skýran vilja til að snúa vörn í sókn.
Obama, to our mind, took the smarter course by not simply answering the inherent critique offered by the president but also pivoting to try and make McCain answerable for the foreign policy pursued by the United States over the last eight years.
Þessi málefni hafa verið Demókrötum erfið í undanförnum kosningum og þeir hafa reynt að sneiða hjá þeim og beina umræðunni frekar inná mýkri mál heima fyrir. En núna tekur Obama á þeim, og demókratar hafa verið að sýna þá hlið á síðustu tveimur árum. Þrátt fyrir að Repúblikanar telji þarna vera veikan blett á Obama þá er ekki víst að svo sé. Viðbrögð Obama gefa ágæt fyrirheit um baráttu hans við McCain héðan í fram og fram á haustið.
"George Bush and John McCain have a lot to answer for."
http://youtube.com/watch?v=mbNtREkz_RM
Og lengri útgáfan, http://youtube.com/watch?v=-sOlaso_7Z8
En ég mæli sérstaklega með The Fix og ekki síður athugasemdum sem eru við hverja færslu. Þó megnið af þeim sé rusl þá gægjast þar fram einstaka sem eru ekki síðri en færslurnar og oft að finna vísan í frekara efni og upplýsingar.
Það held ég.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 01:24
Skiptir aldurinn máli?
Kosningabatterí John McCain hefur barist fyrir því hörðum höndum að aldur McCain verði ekki í kosningabaráttunni í haust. Í því sambandi hefur Howard Dean, framkvæmdastjóri Demókrataflokksins sagt að það sé ekki á dagskránni hjá flokknum að gera það, það sé neðar virðingu flokksins að gera slíkt.
En aðilar og samtök sem styðja Demókrata eru ekkert að víla það fyrir sér að keyra á aldurinn og þetta myndband finnst mér nokkuð skondið verð ég að segja.
Ég held að það séu þónokkuð margir í henni Ameríku sem finnst aldur McCain skipta máli, ekki höfuðmáli en samt nokkru.
16.5.2008 | 00:05
Smjörklípa dagsins
Það var svo sem eftir sjálfstæðismönnum að fara í smá smjörklípuleik svona rétt til að dreifa athyglinni.
Nú á að keyra á einhverja gervi Evrópuumræðu af þeirra hálfu, sérstaklega með einhverjum núningi milli forystumanna flokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki einu sinni um aðild heldur um viðræður um aðild.
Þarna er einfaldlega verið að þyrla upp ryki til að losna við athugasemdir um að ekkert sé verið að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar og svo þegar rykið er sest er vonast til að það hylji afglöp fjármálaráðherra seinustu mánuði.
Eða þá að með stærri pólitísku tíðindum þessara mánaða séu að gerast við það að Björn B sé að leggja opinberlega til atlögu við hina nýju forystu flokksins.
Jahérnahér
13.5.2008 | 23:49
Stórsigur Clinton í dag
Og fremur auðveldur fyrir hana í Vestur-Virginíu ríki eins og við var búist. Gæti orðið 65-35 prósentulega séð henni í vil.
Gerir ekkert þannig séð fyrir hana annað en hún heldur áfram baráttunni um sinn þó svo að stöðugur straumur sjálfkjörinna kjörmanna lýsi yfir stuðningi við Obama.
The steady stream of superdelegates announcing their support for Obama, however, diminished the impact of Clinton's victory. Today alone, four superdelegates - including former Democratic National Committee Chairman Roy Romer - came out for Obama
Annars finnst mér hún góð skýringin um að hún hætti eftir Kentucky, svona bara til að geta hætt með sóma og ekki síður til að láta Obama ekki líta agalega illa út.
Þá er bara að fara að safna kröftum og taka á McCain enda hefur hann sýnt veikar hliðar undanfarið sem vert er að sækja á.
8.5.2008 | 23:06
Fastagestur fjölmiðlanna
Ég man ekki eftir neinum öðrum borgarstjóra en Ólafi F. sem hefur komið jafn oft á jafn stuttum tíma í Kastljós eða viðlíka þætti til að standa skil á málum sínum og gjörðum.
Það er alveg merkilegur fjandi hvað það virðist alltaf dúkka eitthvað upp hjá honum sem flokka má sem óhreinustu og ómerkilegustu hliðar stjórnmálanna.
Og með þessu sitja samstarfsmennirnir.
Svei mér þá.
7.5.2008 | 22:32
Áratuga óheppni
Nú náði ég að baka mér áratuga óheppni í gær með gáleysi og flumbrugangi. Á ferð minni um bílskúrinn, sem er reyndar ákaflega vandfarinn vegna fjölmargra velraðaðra nytjahluta, varð mér það á að brjóta eins og eina fimm spegla að minnsta kosti.
Ætli maður nái ekki að eiga ein fimm góð ár eftir að ógæfan rennur út.
Nema þá hún sé eitthvað afturvirk. Húnhefur svo sem ekki leikið við mann heppnin undanfarin ár sem Liverpool- og Boston C mann að maður tali nú ekki um Framsókn og sitthvað fleira.
Ef afturvirkni er samþykkt í speglamálum er ég búinn að sitja af mér nokkur það er alveg á hreinu.
7.5.2008 | 01:08
Af hverju geta Demókratar ekki ákveðið sig?
Góð spurning hjá Jack Cafferty. Hvað veldur því eiginlega að Demókratar geta ekki ákveðið sig í þessum forsetaefnisslag sínum?
After a 16-month, often bruising fight between Hillary Clinton and Barack Obama, most Democrats arent eager for either candidate to drop out of the race. After all the contests and debates, speeches and TV commercials, fliers and phone calls, the Democrats want the suffering to continue
Það er nefnilega það. Og svörin sem hann fær eru ágæt.
They are making up their minds. When the votes are counted, the results will be clear: 52% for Obama and 48% for Clinton. So the Supreme Court will be called in and Clinton will be declared the winner, since she reflects the true Bush values more than McCain does
Oh dear, the choice one has to make. Sen. Clinton could be the least pleasant candidate, but is highly qualified for the job. But wait, the media hates her and there is that un-hip husband of hers. Sen. Obama is hopelessly unqualified for the job, but damn, the man can deliver a speech. But wait, theres that whole elitist attitude, then calling his own granny a typical white woman. And he sat listening to Rev. Wright for 20 years (can you say serious lack of judgment?), but the media loves him and if I dont vote for him, I get labeled a racist. Oh Jack, what is a Democrat with common sense and a brain to do?
Democratic voters have made up their minds: half are for Clinton, half are for Obama. It is the Democratic National Committee that has to make up its mind how it is going to fix the colossal mistake it made with regard to counting Florida and Michigan. If the Democrats lose in the fall, they can thank Howard Deans DNC for their self-inflicted failure
Þar með er því svarað er það ekki?