Færsluflokkur: Íþróttir

Gamlir draugar

Afturgöngur fylgja okkur ennþá.

Það reynist okkur ekki vel að vera einum fleiri, það er a.m.k. snúið að koma út úr því að vera einum og tveimur fleiri með tvö mörk í mínus.

Markvarslan svo í algjöru lágmarki. Vörnin var samt ekkert að hjálpa þeim og þessa fáu bolta sem þeir tóku náði vörnin ekki að grípa í fráköstum.

En bjarta hliðin er að ná samt jafnteflinu.

Allt hægt í framhaldinu.


mbl.is Aftur gerði Ísland jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltabullurnar dönsku

Það var kannski eins gott að hinir annáluðu slagsmálahundar úr röðum Bröndby áhangenda, komust ekki í það fyrir öryggisliðinu að berja AGF stuðningsmennina.

Þeir síðarnefndu hafa nefnilega verið í æfingabúðum undanfarið. Reyndar við litla hrifningu danskra því í ljós kom að þær voru í boði kommúnunnar. Þeir voru semsagt með húsnæði í boði Aarhus kommúnu og notuðu það til að æfa slagsmálin.

Sniðugt í Danmörku.


Má fá lánað á OL?

Það er heitasta spurning dagsins hjá Dönunum. Þeir voru nefnilega frekar snöggir að gleyma leiknum í gær (svona þangað til á morgun a.m.k.) því það gekk nefnielga svo vel í siglingunum hjá þeim í dag.

En svo kom smá babb í bátinn. Í 49´er keppninni í morgun sigldu Danir sér inn gullverðlaun en á svolítið dramatískan hátt. Mastrið á þeirra eigin bát brotnaði ekki löngu fyrir siglinguna og þá voru góð ráð dýr en ofan á hjá þeim var að fá lánaðan bát hjá Króötum og á þeim bát náðu þeir sjöunda sæti í ferð dagsins sem færði þeim gullverðlaun í heildarkeppninni.

En það eru ekki allir sáttir við að það megi bara skreppa til næsta liðs og fá lánaðan bát ef þinn bilar. Þeir voru því kærðir og nú er fyrsta lota í þeirri rimmu lokið með niðurstöðu Dönum í hag.

Verðlaunin hanga samt á bláþræði segja þeir hjá DR því nú stendur yfir seinni umferð kærumeðferðarinnar og þeir bíða spenntir eftir hvernig lokaniðurstaðan verður.

Ég hefði haldið að það væri þeim í óhag að þurfa að fá lánað fley og eiga eftir að kynnast því aðeins en menn láta reyna á allt svo mikið er víst.


Og hvað finnst Dönum almennt um atburði dagsins?

Ég bara verð að setja hérna inn nokkrar athugasemdir sem Danir hafa sett inn um fjölmiðlaumfjallanir leiksins. Það er bara ágætur húmor í þeim af og til.

Krig,, NU!

Island tilbage under Danmark. Kom så drenge,, lad os tage op og erobre øen tilbage. De skal fanme ikke behandle Ulle på den måde,, den lille mandsling kan jo ikke slå en flue ud af kurs,, så må vi andre jo træde til,, har de overhovedet en hær?

 Maður ætti kannski að segja þeim að við höfum ekki hervernd lengur, reyndar einhverjir samningar í gangi við einhverjar Evrópuþjóðir er það ekki? Kannski við Danina sjálfa, þá gæti þetta verið áhugavert!

Nu må de danske håndbold fans altså lige sætte sig ind i håndboldens regler

Hvis mand som forsvarsspiller hopper inde fra sit eget felt for at forsvare et skud fra en spiller fra det modsatte hold skal der dømmes straffekast.

Men det ved åbenbart hverken den danske landstræner eller danske håndbold fans!

Stop nu det piveri,Island som har nogenlunde det samme indbyggertal som Aalborg har spillet et godt OL og Danmark kunne bare ikke på dagen slå dem,giv da modstanderen noget kredit i stedet for at pive over dommerene som en flok slattne kyllinger

Mergurinn málsins með vítið en ég hélt að það byggju fleiri í Álaborg. "Slatne kyllinger" er svo svakalega flott að enda athugasemdina á.

De skide svenskere har sgu aldrig villet Danmark det noget godt. Gid deres rådne land må synke i havet!

Einn á móti dómurunum. Gamla tuggan um dómarana var tuggin á visir.is í dag þar sem sagt var að dómgæslan hefði komið jafnt niður á báðum liðum. Það heitir að sama línan var í gegnum dómgæsluna í leiknum.

Island slåede sverige i en omkamp. derforfor kommer de med til ol. kun de 16 bedste ven!

Samsæriskenningarnar aldrei langt undan, snilld.

Så meget snak om at være favoritter, og aldrig har vi været så stærke. Vor herre bevars - de danske spillere, spiller som en stor sæk katofler. Fuldstændigt uden hjerte og gejst. Wilbek den store coach, nu er det slut for ham. Der skal helt nye kræfter til

Mergur málsins held ég. Hrokinn var til staðar hjá þeim, þeir voru sterkastir fyrirfram og Evrópumeistarar eins og ég sagði í síðustu færslu og ég held að hafi verið haft eftir Ólafi Stefáns í mbl. viðtali eftir leik í dag.

En endum á tuggu Wilbeks við danska fjölmiðla í dag:

Det er simpelthen tyveri. Der er årets størtste angrebsfejl og ikke straffe. Vi spiller en god kamp, men sejren bliver taget fra os til sidst

Þetta var línan hans í dag, í öllum blöðum og öllum sjónvarpsviðtölum. Þeir voru líka nokkrir, leikmennirnir sem tóku undir það með honum en framkvæmdastjóri danska handknattleikssambandsins var á öðru máli og hæverskari. Kannski sá hann hlutina í réttu ljósi.

En eins og Guðjón Valur sagði við Wilbek "if you can´t look me in the face then fuck off".


Gott á Danina

Miðað við hvernig Danir nálguðust leikinn þá var þetta jafntefli ákaflega gott á þá. Eftir tvo fyrstu leikina með eitt stig í farteskinu þá voru menn að spá í framhaldið og niðurstaðan var: við erum Evrópumeistarar auðvitað förum við áfram. Svo var alltaf undirliggjandi í umræðunni að Ísland væri ekki það erfiðir viðureignar.

Leikurinn sjálfur var síðan í ekki sérstaklegum gæðum en ég ætla að hrósa dómgæslunni, hún var góð. Sama línan í gegnum leikinn og rauða spjaldið hárrétt. Við sluppum reyndar við brottrekstur þegar rúmar sex mínútur voru eftir en vítið í restina var síðan rétt þrátt fyrir að Wilbek væri ósáttur með það og þulir og sérfræðingar DR væru á öðru máli. Það mætti benda þeim á að Ísland fékk dæmt á sig nákvæmlega eins víti fyrr í seinni hálfleiknum.

Staðan er sem sagt þokkaleg fyrir framhaldið og krafa um sigur á Egyptum á mánudag.


mbl.is Jafntefli gegn Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Edvaldsson longs for Iceland guts

Skemmtilegt örviðtal við Atla Eðvalds inni á heimasíðu UEFA.

The 51-year-old may be an admirer of the skills that modern football has to offer but, for the sake of the national game, he wants to see more of the grit that was always a local characteristic  ...... but we must not forget our strength which is power and pace

Athyglisvert


Ungar vonarstjörnur

Ég er ekki ung vonarstjarna, fékk að vita það í dag í samtali við aðila hjá KSÍ. Ég er nú samt ekki að verða nema 34 ára í sumar.

Þess vegna er ekki hægt að nýta starfskrafta mína í ákveðin verkefni. Það er ekki það sem maður hefur til að bera sem stoppar enda hefur verið hægt að notast við það a.m.k. í neyð sýnist manni.

Það er fúlt að fá svona röksemdafærslu verð ég að játa. Hálfeyðileggur fyrir manni daginn.

En lengra nær það ekki, svona eru hlutirnir stundum.


Eðlilegt

Afskaplega eðlileg ráðstöfun. Eiður Smári er ekki í leikæfingu vegna lítils spilatíma hjá sínu félagsliði og því ekki eðlilegt að hann sé fastamaður hjá landsliðinu í slíku ástandi.

 Þess vegna er eðlilegt að velja annan fyrirliða sem hefði líklega verið Hermann Hreiðarsson ef hann væri með.


mbl.is Kristján Örn fyrirliði gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handboltaskandall

Það hefur oft verið sagt að það sé lengra út á land frá höfuðborginni en til hennar þaðan.

Um síðustu helgi fór meistaraflokkur Völsungs í handknattleik karla í keppnisferð suður á land en liðið tekur þátt í utandeildinni í vetur. Keppt var við Selfyssinga á föstudagskvöldið en á laugardaginn átti að etja kappi við Hauka í Hafnarfirðinum (það lið þeirra sem spilar í utandeildinni). Þegar Vöslungsmenn mættu á svæðið komu menn í íþróttahúsinu af fjöllum varðandi leik í utandeildinni. Eftirfarandi lýsingu hef ég frá þjálfara Völsungs, Jóhanni Rúnari Pálssyni, á heimasíðu félagsins:

Eftir töluverða rekistefnu náðist í einhvern forsvarsmann Haukaliðsins og tjáði hann okkur að aldrei hefði staðið til að leika þennan leik við okkur. Við mættum bara flauta leikinn af og fara heim sælir og glaðir með okkar tvö stig. Jafnframt tjáði hann okkur að við mættum líka bóka önnur tvö stig í heimaleiknum þar sem þeir sæu sér ekki heldur fært að mæta þá einnig áttum við að vera sælir með það. Þetta náttúrulega er þvílík hneysa að varla er orðum á það komið

Þó að þetta sé í utandeildinni, sem er auðvitað ekki hátt skrifuð, þá er þetta döpur framkoma hjá forráðamönnum Hauka svo ekki sé meira sagt.

Hitt veit ég svo líka því Völsungur samdi við mig um dómgæslu á heimaleikjum félagsins í vetur, að það hefur verið ákaflega rólegt hjá mér í því starfi. Sunnanliðin mæta bara ekki nema í einstaka tilfellum norður. Selfoss mætti á Húsavík í haust og ÍH kemur annað kvöld. Önnur lið eru annað hvort með frestun (ótímabundna) á sína leiki eða eru búin að segja sig frá þeim.

Svei mér þá.


Kellingar og hálfvitar!

Það var eiiginlega sorglegt að hlusta á lýsinguna af landsleik Íslands og Þýskalands í dag. Ekki endilega vegna frammistöðu liðsins, ég reiknaði ekki með henni neitt mikið öðruvísi en hún var eins og ég hef áður útskýrt. Það var aftur á móti frammistaða lýsandans, Adolfs Inga Erlingssonar, sem var döpur, já eiginlega sorgleg.

Hjá honum stóðu uppúr tvo ummæli í þá áttina er voru um dómgæslumenn leiksins

"þessar norsku kellingar" og "ég verð bara að segja það, hálfvitar".

Þetta sæmir ekki reyndum íþróttafréttamanni sem á að kunna að bera virðingu fyrir öllum aðilum sem að íþróttum koma, þar með talið dómurum. Ef að einhverjir dómar þeirra voru vafasamir, sem ég er nú bara hreint ekki svo viss um, þá á lýsandinn að komast frá málinu á einhvern annan hátt. Það er krafa á Adolf Inga, sem og aðra íþróttafréttamenn að þeir komi þannig frá sér efni að maður haldi ekki að maður sé staddur í hópslagsmálum í miðborg Reykjavíkur einhverja nóttina.

Er það nema von að það séu vandræði varðandi dómgæslu í íslensku deildinni þegar svona lagað er haft fyrir fólki af manni sem á að teljast fagmaður. Trúið mér þetta hefur áhrif.

Það held ég.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband