Færsluflokkur: Íþróttir

Sóknarleikurinn vandamálið

Ég held að það hefði verið framar öllum björtustu vonum að leggja Frakka í þessum leik. Til að svo hefði verið hefði allt þurft að smella saman hjá íslenska liðinu á meðan Frakkar hefðu þurft að eiga afar dapran dag og að auki að vera illa undirbúnir. Hvorugt var uppi á teningnum og því fór sem fór. Ekki mikið við því að segja, franska liðið er sterkara/betra en það íslenska.

Það sem er aðalvandamál Íslendinga er sóknarleikur liðsins og snýst þar ekki um hvort Ólafur er með eða ekki, þetta snýst um heildina. Ekki er mikið um að vera í uppstilltri sókn, lítil hreyfing og lítið áræði. Þetta leiðir af sér tæknifeila og skot í erfiðari færum en ella. Það skilar sér síðan í hraðaupphlaupum í bakið, eitthvað sem íslenska liðið leggur mikið upp úr að ná í sínum leik. Það eru nefnilega góð mörk sem koma þannig.

Vörnin er á köflum góð og í fyrsta sinn í langan tíma er markvarslan í takt við hana. Það er gott og á því er hægt að byggja upp hraðaupphlaupin en þetta leysir ekki sóknarvandamálið og það er hvort sem er ekki leyst á stuttum tíma inn í miðju móti. Til þess þarf lengri tíma og meiri vinnu.

Þannig að þegar upp er staðið er níunda sætið í mótinu er raunhæft, annað eru skýjamyndir.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegur sigur í höfn

Nauðsynlegur sigur í höfn hjá liðinu sem er auðvitað mjög gott. Ákaflega góður varnarleikur á löngum köflum í fyrri hálfleik þar sem í kjölfarið fylgdu vel útfærð hraðaupphlaup sem skila mörgum ódýrum mörkum. Ekki alveg það sama uppi á teningnum í seinni hálfleik enda kannski erfitt þar sem andstæðingarnir sáu auðvitað að þeir þurftu að stoppa nákvæmlega þetta hjá Íslendingum. Þeir reyndu það og tókst á köflum vel og þar með kom smá hik í þessa hlið leiksins.

Það sem er aftur á móti verulegt áhyggjuefni varðandi framhaldið er að uppstilltur sóknarleikur er hreint og beint ekkert að ganga. Það er erfitt að komast langt þegar svo er þannig að það þarf að batna.

Tæplega stórsigur samt þó allt hafi bent til þess í hálfleik.

Það held ég.


mbl.is EM: Stórsigur gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já ákvæmlega

Það er einmitt eftir lélegan leik sem maður hefði haldið að möguleikarnir á því að bæta sig séu mestir. Svo lengi sem einhver geta er fyrir hendi.
mbl.is Í gjörsamlega vitlausum heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall er faraheill

En menn þurfa nú að gera gott betur en þetta eigi lokaniðurstaða okkar í mótinu að vera ásættanleg.
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill heiður

Sé það núna á heimasíðu KSÍ að Kristinn Jakobsson hefur verið útnefndur til starfa í úrslitakeppni EM næsta sumar. Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir Kristinn sem og reyndar líka íslenska dómara og íslenska knattspyrnu.

Það er ljóst að framgangur Kristins innan FIFA hefur tekið stökk nú í sumar og verkefni hans stærri en áður vegna hækkunar hans um styrkleikaflokk. Það er vonandi að þetta opni fleirum dyr í sömu átt.

Það held ég.

Hér er síðan listinn yfir dómarana sem starfa við EM.


Ekkert varið í þessa ráðningu

Mér finnst hún voða lítið spennandi þessi ráðning á landsliðsþjálfara. Ólafur er ágætur þjálfari það vantar ekki, mér finnst hann samt hreinlega ekki vera besti kosturinn í stöðunni og um leið ekki besti íslenski þjálfarinn. Það sem hann hefur gert er að gera lið að Íslandsmeisturum sem hafði mannskap yfir að ráða til að klára það dæmi í sífellt slakari íslenski efstu deild.

Fjöldi ungra íslenskra knattspyrnumanna fer erlendis mjög snemma á ferli sínum þannig að deildirnar á Íslandi njóta þeirra ekki. Erlendis verða þeir síðan sumir of stórir fyrir Ísland vegna þess atlætis sem þeir búa við þar. Til þess síðan að hafa stjórn á þeim í landsliðunum þarf að hafa verulegt nafn með góða starfsferilskrá. Þess vegna hefði ég viljað sjá þokkalega stórt erlent nafn sem landsliðsþjálfara. Staða KSÍ fjárhagslega hefur sjaldan verið betri og því hefði það líklega ekki staðið í vegi fyrir því.

Kannski vantar meiri metnað og skýrari framtíðarsýn? Mér finnst ég finna smá lykt af því.


mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleira hangir á spítunni

Mér finnast vera stærri fréttirnar í kringum þessa að FIFA er hætt við að skipta heimsmeistaramótinu á milli heimsálfa þannig að það sé ekki í sömu heimsálfu tvisvar í röð. Samkvæmt því kerfi er HM í Suður-Afríku árið 2010 og þá í Brasilíu árið 2014 eins og segir í fréttinni. Aðalástæðan sem FIFA gefur upp vegna ákvörðunar sinnar er sú að einungis Brasilía hafi sóst eftir mótinu 2014.

Bretar hafa verið snöggir að sjá sér hag í þessu atriði og telja nú að þeir komi sterklega til greina sem mótshaldarar árið 2018 vegna þess. Þeir eiga þó eftir að gera það endanlega upp við sig hvort þeir sækist eftir því.


mbl.is HM karla 2014 haldin í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góð fyrirsögn

Fyrirsögn fréttarinnar er eins og svo oft áður á Mogganum ekki góð.  Ákaflega lítið í innihaldi fréttarinnar sem styður fyrirsögnina, menn geta verið duglegir og vinnusamir, jafnvel talsvert í boltanum án þess að vera góðir.

Enda var Eiður bara talsvert slakur að mínu mati, sem og sumra sparkspekinga erlendis. Alveg jafn slakur og hann hefur verið í landsleikjunum undanfarið sem þó hafa nánast verið það eina sem hann hefur fengið að spreyta sig í haust eftir meiðsli.

Hvernig væri að hætta þessari sleikjudulu sem svo oft er ráðandi í fréttaflutningi af íslenskum íþróttamönnum erlendis, eða í það minnsta fjalla eins um alla. Ragna Ingólfs fékk nú að heyra það í grein í Mogganum um daginn að hún þyrfti nú að vinna þá betri líka ætlaði hún sér að komast hærra á heimslistanum.

Það held ég.


mbl.is Eiður góður í markalausu jafntefli Rangers og Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta

Skemmtileg frétt af íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á vef alþjóðaknattspyrnusambandsins, www.fifa.com og um leið stutt viðtal við Eyjólf landsliðsþjálfara.

Annars er það að frétta úr heimi FIFA að á þeim bænum á í fyrsta sinn að nota heimslistann þegar ákveðið verður í hvaða styrkleikaflokki þjóðir Evrópu verða í þegar dregið verður í undankeppni heimsmeistarakeppninnar árið 2010. Stökk Íslands á síðasta lista og ágætir leikir framundan ættu þá að geta gefið okkur jafnvel sæti í fjórða styrkleikaflokki (ef maður er bjartsýnn) annars á ég eftir að skoða það nánar. Skotarnir eru alla vega glaðir yfir þessu enda hefur gengið ákaflega vel hjá þeim undanfarið og standa þeir vel á listanum eins og er.


Heppni dagsins

"Luck of the Irish" ekki á sínum stað í dag, alla vega ekki á knattspyrnusviðinu. Lékum hreint út sagt frekar illa og mikil heppni að vinna. Heppnin sú hefur þá fylgt írsku genunum okkar í stað þess að vera á sínum venjulega stað.
mbl.is Ísland sigraði Norður-Írland 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband