Færsluflokkur: Íþróttir

Magnað

Það er líka upplifun að tækla í tætlur.
mbl.is "Upplifun að láta tækla sig í tætlur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórtán tvö

Aldrei þessu vant sá ég að mestu leyti knattspyrnuþáttinn fjórtán tvö núna í kvöld. Vissi svo sem ekki alveg hverju ég átti að búast við þar sem knattspyrnuumræðan getur átt sér svo margar myndir og hefur reyndar átt þær duglegar í sumar.

Gestir þáttarins voru að öllu leyti frambærilegri en stjórnandinn er niðurstaða mín í lok áhorfs. Það vantar svo verulega dýpt í umfjallanir á öllu mögulegu, sérstaklega stóru málunum þegar þau skjóta upp kollinum.


Smá hugleiðing um íslenska boltann

Nú er orðið víst um fjögur lið af fimm sem fara upp úr þriðju deildinni í sumar en aukakepnni um það fimmta verður spiluð næstu tvær vikurnar eða svo.

Þau lið sem færast upp í aðra deild næsta sumar eru Hamar, Grótta, Hvöt og Víðir en um síðasta sætið leika BÍ/Bolungarvík, Huginn, Tindastóll og Leiknir F.

Ef við gefum okkur að það fækki um fjögur lið í þriðju deildinni að ári þar sem fimm lið fara upp en einungis eitt kemur niður úr annarri deildinni þá finnst mér vera deginum ljósara að það þurfi að endurskoða fyrirkomulag fyrir næsta sumar. Svo getur það auðvitað alltaf gerst að einhver lið sem voru með í sumar verði ekki með næsta sumar og einhver ný stigi skrefið úr utandeildinni og komi inn í þriðju deildina.

Fyrst af öllu vil ég segja það að fjölgun liða í efstu þremur deildum Íslandsmótsins er nauðsynleg ætlum við að ná lengra á knattspyrnusviðinu (ætti kannski frekar að vera fjölgun leikja í hverri deild, spila þrefalda umferð í stað tvöfaldrar). En þegar því fjölgunarmarki er náð má ekki gleyma neðstu deildinni og að henni sé staðið með viðunandi hætti.

Ég hefði lagt til að annað hvort yrði þriðju deildinni skipt í tvo eða þrjá riðla, eins landshlutaskipt og hægt er en þeim liðum sem mest þurfa að leggja út í ferðakostnað verði veittur styrkur á móti. Þar getur maður séð fyrir sér að sé um að ræða lið eins og BÍ/Bolungarvík (fari það lið ekki upp), Leiknir F (sem gæti orðið eina liðið á austurlandi í þriðju deild næsta sumar) og svo KFS í Vestmannaeyjum. Með tveggja riðla fyrirkomulagi erum við að tala um 10-12 lið í riðli og með þriggja riðla fyrirkomulagi erum við að tala um 7-8 lið í riðli (sem er nánast eins og var í sumar). Ég er hrifnari af fyrri hugmyndinni og legg það til í leiðinni að tilfærsla á milli annarrar og þriðju deildar verði þrjú lið í framhaldinu í stað tveggja eins og vaninn er í dag.

Til frekari fróðleiks má benda á að þrjú lið eru í fallhættu í annarri deildinni en það eru Magni, Sindri og ÍH.

PS Þetta hefur auðvitað ótal marga fleti og sjónarhorn sem full langt er að fara í hér og nú en kannski seinna og þá frekar ef einhverjir tjá sig um þetta.


Spjaldasaga númer eitt

Ég var enginn engill á mínum knattspyrnuferli í "gamla daga" eins og sagt er. Ég átti það til að fá þessi svokölluðu spjöld, bæði gul og rauð fyrir ýmsar sakir og nánast alltaf var maður búinn að vinna fyrir því en þó á almennilegan hátt en ekki eitthvað kjaftæði.

Nánast alltaf segi ég en eitt það skrýtnasta sem ég lenti í á stuttum ferli var að fá rautt spjald fyrir eitt gult. Ég fékk sem sagt áminningu og brottvísun í framhaldi hennar því dómari leiksins hélt að um væri að ræða mína aðra áminningu í leiknum. Hafði hann skráð áminningu leikmanns andstæðinganna, er bar sama númer og mitt fyrr í leiknum en ruglast og skráð hana á mig.

Mig sveið þetta sem von var og mótmælti en mótmæli mín voru bæði stutt og kurteis. Síðan laut ég úrskurðinum og gekk til búningsklefa samkvæmt tilmælum dómara og algjörlega án þess að sturlast á einn eða annan hátt.

Dómari leiksins sá síðan mistök sín að leik loknum er hann bar saman bækur sínar með aðstoðardómurum sínum og var maður að meiri er hann kom í klefann til mín eftir það og baðst afsökunar á mistökum sínum. Mér þótti, og þykir enn, mikið til þess koma hjá honum.

Það gera allir mistök, sumir eiga erfitt með að viðurkenna þau hvað þá að afsaka þau. Þeir sem það gera eru menn að meiru.


Ég held að ....

.... knattspyrnan haldi ennþá titlinum sem ófyrirsjáanlegasta íþrótt í heimi.
mbl.is Bjarni þurfti lögreglufylgd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennandi

Það ætlar að verða spennandi mótið í Landsbankadeildinni í sumar fyrir auðvitað utan FH á toppnum. Allir geta unnið alla eins og sagt er stundum og það virðist hreinlega eiga við núna í sumar.

Gott mál.


mbl.is ÍA vann Val eftir að hafa lent undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður sigur

Mjög góður sigur í markaleik þar sem spilamennskan bauð uppá lítið annað en að vera sáttur með úrslitin. Markafjöldi segir auðvitað nokkuð um varnarleik og svokallaða tæknifeila í sókn en það sem máli skiptir er náttúrulega úrslitin þegar upp er staðið. Til hamingju með það.

Þá hefur þjóðin eina sex mánuði til að byggja upp óraunhæfar væntingar enn einu sinni fyrir þátttöku í stórmóti.

En samt gaman að þessu öllu saman.


mbl.is Ísland sigraði Serbíu 42:40 og er komið á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt

Stórglæsilegur sigur hjá stelpunum í dag og nú er bara að fylgja honum eftir á móti Serbum. Þessi úrslit sýna fram á miklar framfarir í kvennaknattspyrnunni á Íslandi síðustu árin og gefa vonandi byr í seglin um frekari þróun í þá átt á komandi árum.

Hugarfarið og getan var til staðar í dag og eru stelpurnar vel að þessu komnar. Til hamingju.


mbl.is "Hún er ótrúlega markheppin, stelpan"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott

Ég styð orð Ásthildar varðandi þetta efni en þrátt fyrir það er gríðarlega erfiður leikur á morgun gegn Frökkum. Og einmitt í þeirri stöðu er gott að hafa trú á sjálfum sér og getu félaga sinna. Nálgast leikinn á þeim nótum "hvað við getum" en ekki "hvað þær geta".
mbl.is Ásthildur Helgadóttir: „Erum besta íþróttalið á landinu eins og er"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltinn og lífið

Ég hef undanfarið verið, eins og all margir aðrir Íslendingar, að velta fyrir mér frammistöðu og gengi karlalandsliðsins okkar í fótbolta. Það er öllum ljóst að gengi þess hefur verið slakt og það sem verra er þá hefur frammistaðan einnig verið í slakari kantinum. Gengið er óumdeilanlegt en frammistaðan er háð persónubundnara mati.

Við þessar aðstæður veltir maður fyrir sér (eins og reyndar alltaf, hvort sem gengur vel eða illa) hver ástæða hlutanna sé. Hún er auðvitað margþætt eins og lífið sjálft er en það sem ég ætla að halda á lofti er pínu sálfræði- og persónuleikalegs eðlis. Ég ætla að láta vera að minnast á fjölda okkar og hve mikla eða litla möguleika við höfum til að "framleiða" nógu og marga mjög góða knattspyrnumenn á hverjum tíma.

Ég hef lesið hjá mörgum mjög harða gagnrýni í garð þjálfarans en hafa þá leikmennirnir sjálfir fengið minni gagnrýni. Þetta á rétt á sér upp að vissu marki því þjálfarinn ber jú ábyrgð á heildarframsetningu og undirbúningi liðsins og þar með að nokkru leyti frammistöðu leikmannanna. Þrátt fyrir það geta þeir ekki skorðast undan eigin ábyrgð og ég tel þetta verka mjög náið saman.

Hafrún Kristjánsdóttir skrifar mjög góða grein um Svía leikinn, á sálfræðilegum nótum og er ég henni mjög sammála í því sem hún segir þar. Ég las fyrir nokkrum árum að íþróttamenn teldu sálfræðilega þætti ráða hátt í 50% af frammistöðu sinni en samt sem áður notuðu þeir innan við 10% æfingatíma síns í hugarþjálfun eða sálfræðilega þáttinn.

Ég tel einmitt að sálfræðilegir þættir hafi mjög mikið með gengið að gera undanfarið en kannski á annan hátt en margir aðrir. Ég tel þónokkuð af þessu snúast um virðingu leikmanna, bæði virðingu fyrir þeim sem valdið hefur, þ.e.a.s. landsliðsþjálfaranum og síðan virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þetta hefur áhrif á þann hátt að ef leikmaður ber ekki þessa virðingu fyrir þeim sem leggur línurnar þá fer hann auðvitað síður eftir því sem honum er lagt fyrir að framkvæma hvað svo sem það er og leggja jafnvel minna í sölurnar ef þannig mætti að orði komast.

En af hverju lítil virðing? Jú hvað þjálfarann varðar þá tekur mikinn tíma að vinna sér inn virðingu hvar sem er en jafnvel ennþá meiri tíma og afrek á þeim grundvelli sem knattspyrnuheimurinn er. Slíkt er ekki byggt upp á einni nóttu heldur vinnst smá saman upp í þeim störfum sem menn sinna. Yfirleitt eru þjálfarar valdir til starfa hjá landsliði eftir því hvernig þeim hefur tekist upp með félagslið og þar hafa menn þá haft tækifæri til að ávinna sér virðingu. Hins vegar er stundum eins farið að eins og í tilfelli Eyjólfs, að ráða mjög þekktan og farsælan leikmann til starfans og þá þarf virðingin að hafa komið á annan hátt. Ég held að Eyjólfur hafi ekki þann part með sér í landsliðsþjálfarastarfið og hafði einungis þjálfað U-21 árs landslið okkar áður en hann tók við A-landsliðinu. Virðingu sem hann hafði í 21-árs landsliðinu vegna leikmannsferils síns hefur hann ekki í starfinu í dag. Leikmennirnir þar eru orðnir "stærri kallar" sem hefur verið stjórnað af enn "stærri köllum" en Eyjólfi og þeir hafa líka spilað hjá betri liðum en íslenska landsliðinu.

Þegar upp er staðið hefur Eyjólfur því ekki möguleika á að ná liðinu upp í betri frammistöðu eða árangur vegna þessa held ég. Hann hefur aldrei haft þennan sálfræðilega þátt sem til þarf frá leikmönnunum sjálfum, er búinn að tapa búningsklefanum eins og þeir segja í Englandi (eða hefur aldrei haft það). Ef að hann nær ekki að ávinna sér virðingu leikmannana á næstu mánuðum þá er komið að enda vegarins fyrir hann í þessu starfi.

Þetta eru svona smá hugrenningar um þessa hluti og líklega eru fáir sammála mér í þessu en það verður bara að hafa það þá. Ég hef aldrei lofað að vera sammála ykkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband