Kellingar og hálfvitar!

Það var eiiginlega sorglegt að hlusta á lýsinguna af landsleik Íslands og Þýskalands í dag. Ekki endilega vegna frammistöðu liðsins, ég reiknaði ekki með henni neitt mikið öðruvísi en hún var eins og ég hef áður útskýrt. Það var aftur á móti frammistaða lýsandans, Adolfs Inga Erlingssonar, sem var döpur, já eiginlega sorgleg.

Hjá honum stóðu uppúr tvo ummæli í þá áttina er voru um dómgæslumenn leiksins

"þessar norsku kellingar" og "ég verð bara að segja það, hálfvitar".

Þetta sæmir ekki reyndum íþróttafréttamanni sem á að kunna að bera virðingu fyrir öllum aðilum sem að íþróttum koma, þar með talið dómurum. Ef að einhverjir dómar þeirra voru vafasamir, sem ég er nú bara hreint ekki svo viss um, þá á lýsandinn að komast frá málinu á einhvern annan hátt. Það er krafa á Adolf Inga, sem og aðra íþróttafréttamenn að þeir komi þannig frá sér efni að maður haldi ekki að maður sé staddur í hópslagsmálum í miðborg Reykjavíkur einhverja nóttina.

Er það nema von að það séu vandræði varðandi dómgæslu í íslensku deildinni þegar svona lagað er haft fyrir fólki af manni sem á að teljast fagmaður. Trúið mér þetta hefur áhrif.

Það held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband