Væntingaþröskuldurinn

Kappræður varaforsetaefnanna í Bandaríkjunum eru í nótt og mikil spenna fyrir þeim.

Nú fá menn að sjá hversu vel teymi McCain hefur þjálfað Palin til átakanna við gamla refinn Biden.

Annars er ég á því að væntaþröskuldur Palin sé þannig staðsettur á hæðina að hún þurfi ekki að sýna mikið til að teljast koma hæfilega frá kappræðum kvöldsins.

Svo eiga sjálfsagt flestir von á því að Biden verði einhver fótaskortur eins og svo oft áður.

Hitt er svo annað mál að ég held að McCain hafi tekið kolranga ákvörðun um það hvernig Palin er notuð í kosningabaráttunni. Það átti ekki að gæta hennar eins og gulls og rétt leyfa ákaflega skertan aðgang að henni, jafnvel þar sem hann var föðurlega með henni í viðtali.

Það átti að gefa henni frjálsan tauminn, leyfa henni að tala við fólkið á sinn hátt en ekki skóla hana til enda slíkt ómögulegt í þessu tilviki svo að vel færi. Hún hefur nefnilega hljómgrunn en aðeins svo lengi sem hún fær að vera án þessara þvingana sem settar voru á hana. Og þar með fór eina vopnið fyrir lítið.

Kappræðurnar skila síðan engu held ég. Menn rífast í nokkra daga hvor hafði betur og enginn botn fæst í það frekar en fyrstu kappræður Obama og McCain.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband