Kjarngóð íslenska

Djöfull er það eitthvað agalega fúlt og svekkjandi að sá eini sem virðist vera með blóð í hausnum og einhverju getur hreyft í efnahagslífinu er seðlabankastjórinn.

Eins og þau virðast nú líka hafa verið gæfulega gerð, stórvirkin hans síðustu vikuna. Algjörlega lömuð ríkisstjórn sem er undir hælnum á manni sem hætti fyrir löngu í stjórnmálum en spilar samt aðalrulluna í dag.

Segir manni bara að þeir sem eru stjórnendurnir í dag eru algjörlega vanhæfir til að takast á við hlutina. Þegar blæs í móti sína menn hvað í þeim býr.

Það er þó smá séns að grafa sig bara í fönn í þessum nýfallna snjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér, það þarf einhvern sem þorir! DO er sá sem þorir og það að hjóla í þessa bankamenn sem hafa skammtað sér í skjóli einkavæðingar alltof mikið, og fólki blöskrar... mér og þér. En hann hjólar samt í þá!

SH (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband