Og Biden varð það!

Að Obama myndi velja Joe Biden var eitthvað sem var viðbúið en um leið samt ekki. Þess vegna var svona agalega mikill áhugi á málinu.

Einhverjir voru þó á því að áhuginn væri mestur hjá fjölmiðlunum en fólki almennt væri nokk sama um þetta, það fengi hvort eð er að vita þetta á endanum. Ég held að þetta sé ekki fjarri lagi, talaði við nokkra í  nótt sem voru á sama máli. Þeir voru að minnsta kosti orðnir pirraðir sumir fjölmiðlamennirnir að vera ekki komnir með þessar upplýsingar í gær, fannst þeir ekki vera starfi sínu vaxnir að ná ekki upplýsingunum frá Obama baráttunni.

Um leið fannst þeim það verulega "impressive" að upplýsingarnar um þetta væru ekki komnar til þeirra.

En það sem var skemmtilegast var að fylgjast með hvernig menn sveifluðust á milli þegar fréttir fóru af stað í gærkvöldi. "Það er þessi, nei það er þessi" og ein þrjú, fjögur nöfn voru uppi á borðum í fjölmiðlunum í einu með misgáfulega heimildamenn fyrir þeim. Þetta sveiflaði sér svo yfir í bloggheima og fékk sniðugar birtingarmyndir þar, bæði vestan hafs og heima á Íslandi líka þar sem maður sá pósta um þrjú nöfn á nokkrum klukkutímum.

Eiginlega algjör snilld.

En annars eru menn missáttir við þessa útnefningu, finnst þetta vera pínu afturför frá breytingaþemanu sem Obama hefur gert út á fram að þessu.

Mér finnst líka eins og hann sé að segja já við þeirri gagnrýni að hann sé ekki tilbúinn til að takast á við hlutina.

En svona eru hlutirnir bara. Biden, eins og aðrir kemur með jákvæða hluti inn í kosningabaráttuna sem og neikvæða, líkt og allir aðrir hefðu gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband