Má fá lánað á OL?

Það er heitasta spurning dagsins hjá Dönunum. Þeir voru nefnilega frekar snöggir að gleyma leiknum í gær (svona þangað til á morgun a.m.k.) því það gekk nefnielga svo vel í siglingunum hjá þeim í dag.

En svo kom smá babb í bátinn. Í 49´er keppninni í morgun sigldu Danir sér inn gullverðlaun en á svolítið dramatískan hátt. Mastrið á þeirra eigin bát brotnaði ekki löngu fyrir siglinguna og þá voru góð ráð dýr en ofan á hjá þeim var að fá lánaðan bát hjá Króötum og á þeim bát náðu þeir sjöunda sæti í ferð dagsins sem færði þeim gullverðlaun í heildarkeppninni.

En það eru ekki allir sáttir við að það megi bara skreppa til næsta liðs og fá lánaðan bát ef þinn bilar. Þeir voru því kærðir og nú er fyrsta lota í þeirri rimmu lokið með niðurstöðu Dönum í hag.

Verðlaunin hanga samt á bláþræði segja þeir hjá DR því nú stendur yfir seinni umferð kærumeðferðarinnar og þeir bíða spenntir eftir hvernig lokaniðurstaðan verður.

Ég hefði haldið að það væri þeim í óhag að þurfa að fá lánað fley og eiga eftir að kynnast því aðeins en menn láta reyna á allt svo mikið er víst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög gott að fá þessar siglingarfréttir svona í beinni lýsingu :)

Ásgrímur Guðnason (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband