Yfirburðir Obama meðal láglaunafólks

Í dag voru birtar niðurstöður könnunar um fylgi Obama og McCain meðal láglaunafólks (undir 27þús. dollurum í árstekjur í fyrra) í Bandaríkjunum. Fylgi Obama meðal þessa hóps er 2 á móti einum hjá McCain. Yfirburðir Obama koma að þónokkru leyti vegna yfirgnæfandi stuðnings við hann hjá "African Americans" og "Hispanics" kjósendum sem hafa verið sterkir stuðningshópar Demókrata í gegnum árin. Meðal hvítra hefur hann þó einnig um 10% forskot á McCain en sá hópur kjósenda hefur verið talinn, af báðum aðilum, geta ráðið úrslitum í kosningunum í haust. En það eru blikur á lofti fyrir hann samt sem áður.

Still, one in six of the white workers polled remains uncommitted to either candidate. And a majority of those polled, both white and minority, are ambivalent about the impact of the election, saying that no matter who wins, their personal finances are unlikely to change.

Þessi kjósendahópur, þ.e. láglaunafólk, er í kringum fjórðungur Bandaríkjamanna og því mikilvægur kjósendahópur. Þetta eru því góðar vísbendingar í raun fyrir Demókrata.

The group, which accounts for nearly a quarter of U.S. adults, gives the Democrat the nod both as the more empathetic candidate and as the one who more closely shares their values. And while many express no opinion about who would do more to improve the economy or health care -- or the voters' finances -- Obama has the clear edge among those who picked a favorite on these core issues.

Og þetta er smá högg í leiðinni fyrir Repúblikana því þeir ætluðu sér (og gera enn) að herja verulega á þennan kjósendahóp.

In May, McCain adviser Charlie Black told reporters that the campaign would reach out to working-class white voters, in part because of Obama's difficulties wresting such voters from the Clinton camp.

"Senator Obama doesn't appear to have the ability to hold the traditional Democratic coalition together as well as Mrs. Clinton might," he said at the time.

Hér er síðan hægt að sjá greiningu sérfræðinga WP á þessari könnun. Skilmerkileg og vel fram sett. Og svo ef menn eru á kafi í könnunum er hægt að sjá heildarniðurstöðuna úr henni í þessu pdf skjali.

Svo fer ég að byrja á að greina hvert ríki fyrir sig. Í því sambandi er ákaflega áhugaverð grein í WP um Virginíuríki. Virgína hefur verið sterkt vígi Repúblikana og þeir kusu meira að segja Bob Dole frekar en Bill Clinton ´96. Þetta hefur þó eitthvað verið að linast og nú virðist geta brugðið til beggja átta varðandi það og Obama er með öflugt starf þar í gangi (Tim Kaine, sem talað hefur verið mest um sem varaforsetaefni Obama er ríkisstjóri í Virginíu).

Meira um þetta síðar þegar ég er búinn að ná heildaryfirsýn á vinnslu þessa efnis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband