3.8.2008 | 17:44
Danska salmonellufárið
Fyrsti þáttur í danska salmonellufárinu, sem hófst fyrir nokkrum vikum var á þá lund að þetta væri allt í innfluttu kjöti frá Evrópusambandinu. Það flæðir nefnilega svo mikið óskoðað kjöt þaðan, bæði vegna aukins innflutnings (ódýrara) og niðurskurðar í eftirliti. Helvítis Þjóðverjarnir sögðu Danir. Ætla að drepa okkur með salmonellu.
Annar þáttur hófst þegar loka þurfi sláturhúsi á Fjóni vegna salmonellu. For fanen, þetta voru þá ekki Þjóðverjarnir, nema þetta hafi verið danskur þýskari sem átti og rak þetta sláturhús. Sjáum hvernig þetta fer. Innkalla þurfti samt kjöt úr nokkrum stórum matvörukeðjum.
Þriðji og lokaþáttur salmonellufársins var síðan í dag þegar Dönum virðist vera orðið það ljóst að salmonellan er komin til að vera. Það verður bara að láta sig hafa það að éta helvítið, er hreinlega ekki hægt að útrýma henni og þar sem þetta er hjá okkur sjálfum hlýtur bara að vera allt í lagi að skófla þessu í sig. Reyndar rúmlega það. Danir þurfa nefnilega að búa við salmonelluna heima hjá svona rétt til að halda ónæmiskerfinu við svo þeir drepist ekki þegar þeir skreppa til útlanda og hitta hana fyrir.
Það er nefnilega það.
Nafni minn Reykás er ekki bara til á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.