Clinton með yfirhöndina í Indiana

Miðað við fyrstu tölur í prófkjörinu í Indiana og útgönguspár dagsins virðist Clinton fylgja eftir skoðanakönnunum síðustu daga og vinna sigur í Indiana. Fyrstu tölur sýna hana með 60-40 forskot en spár segja sigurinn minni, eða innan við tíu prósent.

Gríðarleg kjörsókn virðist þó geta sett sitt mark á úrslitin og lift Clinton hærra og jafnvel yfir 10% mun sem er eiginlega það sem hún þarf á að halda í Indiana.

Þá er það ljóst að mál Obama varðandi Wright er algjörlega að standa í vegi hans þar sem hann náði einfaldlega ekki að klára það mál frá.

Voters from both states were spilt over the controversy surrounding Obama's former pastor, the Rev. Jeremiah Wright, early exit polls suggest.

In Indiana, 49 percent of voters in the Democratic primary said the issue was not important, compared to 48 percent who said it was an important factor in their vote

Bagalegt þegar um helmingur kjósenda lætur svona mál segja til um kosningu en svona er þetta.

Ef ef svo færi að Clinton ynni 10-15% sigur í Indiana og ynni einnig sigur í Norður-Karólínu þá eru henni allir vegir færir þrátt fyrir það sem ég hef áður sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband