Vandamál Landspítalans

Úr fjarlægð virðist manni sem hin stóru og miklu vandamál, sem þau sannarlega eru, Landspítalans séu  í rauninni grundvallarmistök í breytingastjórnun.

Það að breyta til á staðföstum vinnustað er meira en segja það. Til að slíkt gangi vel þarf að fara í hlutina þannig að ekki fari allt í hnút, sem reyndar virðist alltaf gera þegar breyta á til þarna.

En svo er hitt að maður áttar sig ekki alveg á því hvað á að gera og hvers vegna. Mér finnst maður eiga alveg rétt á því að fá svolítið góða fréttaskýringu á þessu máli því það er nú ekki svo lítið. Tilraun til slíkrar skýringar í síðdegisútvarpi RÚV tókst ekki þannig að ég lýsi eftir einni slíkri fréttaskýringu takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, málið hlýtur að snerta hvern einasta mann í þjóðfélaginu, eðli málsins samkvæmt. Hátæknisjúkrahús hvað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband