Kjörmannatölfræði

Nú er komið að því að ég setji hér inn smá kjörmannatölfræði varðandi Clinton og Obama og kemur í framhaldi þeirrar skoðunar minnar að Clinton sé eiginlega búin að tapa slagnum. Þetta er unnið seinustu vikuna samkvæmt ýmsum upplýsingum, þeim skoðanakönnunum sem ég hef komist í, greiningum stjórnmálaskýrenda vestan hafs og greiningum ýmissa fjölmiðla þar einnig. Þá liggja að baki þessu (að litlu leyti reyndar) skrif í bloggheimum af öllum stærðum og gerðum.

Ég geng út frá því kjörmannafjölda RCP í upphafi en samkvæmt þeim er Obama nú með 1627 kjörmenn og Clinton með 1494.

Tíu prófkjör eru framundan fram í júní og gefa þau 566 kjörmenn. Þá reikna ég ekki með að Flórida og Michigan kjósi aftur en ég kem að því síðar.

Ég reikna með að Clinton vinni í Pennsylvaniu, Indiana, Vestur Virginíu, Kentucky og Puerto Rico. Þá reikna ég með sigri Obama í Guam, Oregon, Montana, Suður Dakóta og Norður Karólínu. Sem sagt fimm sigrar hjá hvoru. En það segir auðvitað ekki allt því þá á maður eftir að skoða kjörmannafjöldann og það kemur hér með prósentutölum innan sviga (nema í Guam).

Pennsylvania.   Clinton 95 (60%)   -   Obama 63 (40%)

Guam.   Clinton 1   -   Obama 3

Norður Karólína.   Clinton 52 (45%)   -   Obama 63 (55%)

Indiana.   Clinton 40 (55%)   -   Obama 32 (45%)

Vestur Virginia.   Clinton 18 (64%)   -   Obama 10 (36%)

Oregon.   Clinton 22 (42%)   -   Obama 30 (58%)

Kentucky.   Clinton 28 (55%)   -   Obama 23 (45%)

Puerto Rico.   Clinton 32 (58%)   -   Obama 23 (42%)

Montana.   Clinton 6 (40%)   -   Obama 10 (60%)

Suður Dakóta.   Clinton 6 (40%)   -   Obama 9 (60%)

Samtals gerir þetta 300 kjörmenn hjá Clinton í þessum tíu prófkjörum og 266 hjá Obama. Þá er staðan sú að Obama væri með 1893 kjörmenn á bakvið sig en Clinton með 1794. Ennþá væri um 100 kjörmanna forskot hjá Obama að ræða.

Það erfitt að átta sig á fylgi þeirra í hverju ríki fyrir sig en það er óvarlegt að áætla meiri sviptingar í hvora átt en hér er, bæði vegna úthlutunarreglna flokksins varðandi kjörmenn og síðan hvernig þau hafa staðið sig í prófkjörunum hingað til. Niðurstaðan er sú að Obama komi til með að hafa um það bil 100 kjörmanna forskot á Clinton í lokin.

Síðan er það spurningin varðandi Florida og Michigan en þar eru 313 kjörmenn í boði verði kosið þar aftur og allar refsingar flokksins lagðar af. Miðað við skoðanakannanir og fylgi þeirra í þessum ríkjum má gefa sér að Obama fái þar 130-140 kjörmenn og Clinton 170-180. Þar með væri Obama kominn með útnefninguna.

Ýmislegt er á prjónunum varðandi endurteknar kosningar í þessum ríkjum en eftir því sem lengra líður fram á vorið án ákvörðunar minnka líkurnar á því að nokkuð gerist.

Annars væri best fyrir Demókrata að þetta væri klárað strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband